Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

Sveigjanleg lítil stúdíóíbúð hönnuð fyrir auðveldari flutninga

Flutningum fylgir spenna og gleði en að setja eigið mark á nýtt heimili getur verið áskorun, sérstaklega ef það er tímabundið rými með ströngum umgengnisreglum. Svona getur þú breytti rýminu í heimili, án þess að mála eða bora.

Klár í flutninga.
Séð inn í íbúðina að ofan.

Lítið rými verður að snjöllu rými

Ekki láta fermetrafjöldann stoppa þig. Með snjöllum lausnum og aðstoð hagnýtra húsgagna verður nýja heimilið bæði notalegt og virkar stærra.

Sófi sem verður að rúmi.
Sófi sem verður að rúmi.

Hentugur sófi og tvíbreitt rúm í einu setti

Þegar búið er í litlum rýmum geta sveigjanleg húsgögn skipt sköpum – eins og staflanlegt rúm. Þegar þú þarft meira gólfpláss er rúminu breytt í notalegan sófa. Þegar þú vilt sofa eins og krossfiskur getur þú gert rúmið tvíbreitt á augabragði.

Fataslá er alltaf sniðug lausn í litlu rými.
Plöntur geta gert lítið rými einstaklega fallegt.

Fötin fá annan tilgang

Ef þú elskar fötin þín, því ekki að hafa þau til sýnis? Fatarekki gerir þér kleift að geyma og hafa röð og reglu á fötunum – ásamt því að flagga nýjustu gersemunum. Það er auðvelt að færa hann til og fatarekkinn virkar líka sem skilrúm.

Staflaðu hirslunum saman

Því einfaldari sem hugmyndin er því betri er hún í flestum tilvikum. Þegar þú hefur flutt dótið í kössunum getur þú staflað þeim saman að vild. Einföld og hagkvæm lausn og hægt að færa eða flytja auðveldlega. Svo eru þeir eru líka mjög flottir.

Endalausir möguleikar við borðið.

Matarborðið sinnir mörgum hlutverkum

Stækkanlegt borð og fellistólar eru fullkomnir þegar þú þarft að breyta námsaðstöðunni í óvænt matarboð fyrir vinina.

Planta í eldhúsi.
Það kemst ýmislegt á hiluna.
Mottur í eldhús er alltaf góð hugmynd.

Hjarta heimilisins fær grænan blæ

Plöntur bæta skap og þeim líður vel í eldhúsinu. Ef þú ert ekki með græna fingur eða ert með ofnæmi fyrir plöntum má vel kaupa gerviplöntu.

Breytilegt eldhús

Hjólavagninn sparar pláss og geymir allt sem þú þarft fyrir eldamennskuna. Hann er alltaf við höndina því hann má færa eftir þörfum.

Skreyttu að vild

Stundum má ekki bora í veggina en þú getur samt sem áður sett þinn svip á eldhúsið. Hengdu upp LED ljósaseríu og skreyttu jafnvel með myndum og litríkum klemmum. Þú getur líka sparað pláss með því að setja ísskápinn á lítið hliðarborð og flokkunarfötu undir – allt plássið nýtt!