Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

Njóttu sumarfrelsis

Gefðu þér frelsi til að njóta sumarsins hvar sem þú vilt, einnig heima.

Smelltu hér til að skoða allar sumarvörurnar

Heima er best

Hvað ef besta fríið er heima? Eyddu sumrinu með þeim sem þú elskar mest: Fjölskyldu og vinum í góðu yfirlæti og þægindum. Sumarlínan inniheldur þægileg útihúsgögn, ljós sem drifin eru af sólarorku, glaðlegan vefnað og upplífgandi smávöru sem bjóða þér að hægja á og njóta augnabliksins í fríinu. Hvernig sem viðrar þá er heima alltaf best.

Besti hótelmorgunverðurinn er borinn fram heima

Stafli af pönnukökum, steikt egg og rjúkandi kaffibolli. Í fríinu er mikilvægasta máltíðin oft einnig sú ánægjulegasta. Þú þarft þó ekki að vera á hóteli til að njóta hennar. Heimagerður morgunverður er eftir þínu höfði og á tíma sem hentar þér.

Sumarkvöldstundir á toppi tilverunnar

Hátt uppi leikur lífið við þig. Þegar þú nýtur frísins heima getur þú valið hvar þú nýtur lífsins. Farðu út á svalir eða upp á þak með bestu vinum þínum. Hvað þarftu meira en útsýni, seríur og góðan félagsskap.

Sumar-siesta!

Leitar þú að afslöppun í fríinu? Í frelsinu heima er það algjörlega ásættanlegt – og aðgengilegt. Finndu þér þægilegan stað í skjóli, án sjónarvotta og álitsgjafa.

Bakgarðurinn með þínum allra bestu

Eitt af því besta við að eyða sumarfríinu heima er fólkið sem umkringir þig. Allir vita að skemmtilegasti gleðskapurinn á sér stað heima. Bjóddu því vinum í garðveislu. Spilaðu þægilega tónlist og berðu fram svalandi hanastél. Hver segir að þú þurfir að fljúga til Suður-Evrópu fyrir bestu sangríuna.