Close
Fara í körfu
Close

Sumarævintýri

Sumarið er komið í IKEA. Við hugsum til daganna sem aldrei taka enda, þegar hægt er að slaka á og njóta í sandölum og stuttbuxum undir bláum himni. Þegar hægt er að kveðja rútínuna og taka frelsi og hvatvísi opnum örmum.

Hvort sem leið þín liggur á leynistað í skóginum eða upp á fjöll og líka þegar á bara að njóta þess að vera heima, þá hefur IKEA fylgihlutina fyrir skemmtilegt og áhyggjulaust sumar. Litríka vefnaðarvöru, garðhúsgögn, luktir, körfur, borðbúnað og margt fleira. Smelltu hér til að skoða allt vöruúrvalið.

Undirbúðu þig fyrir sumarævintýri sem skapa minningar sem endast út lífið.

sumar 2017 ströndin
sumar 2017 ströndin
sumar 2017 ströndin
sumar 2017 ströndin

Fuglasöngurinn og lækjarniðurinn – það er ævintýri

Njóttu máltíðarinnar á afskekktum stað og upplifðu töfrana sem fylgja augnablikinu, úti í náttúrunni. Sumarvefnaðarvaran er tilvalin til að útbúa tjald. Bættu mottum, púðum og nokkrum luktum við til að gera allt heimilislegra.

sumar 2017 ströndin
sumar 2017 ströndin
sumar 2017 ströndin

Sumarvörur

Hér getur þú skoðað allt sumarvöruúrvalið í sérstaklega veglegri útgáfu af kaupleiðbeiningum. Byrjaðu að skipuleggja sumarævintýrin!

Leitin að kyrrðinni

Hversdagslífið getur verið erilsamt og oft og tíðum gefst varla tími til að kasta mæðinni. En svo kemur sumar. Þá gefst tími til að fara út fyrir bæinn og inn í þinn eigin heim. Finndu friðsælan hvíldarstað úti í náttúrunni.

sumar 2017
sumar 2017
sumar 2017

Sól, sól, skín á mig

Sumarið er að koma og þá er kominn tími til að opna út og hleypa ferska loftinu inn. Nýttu svalirnar og leggðu á borð úti, hugaðu að plöntunum og hlustaðu á lífið allt í kring. IKEA hefur allt til að þú getir notið borgarævintýranna í sumar hvort sem þig vantar samanfellanleg húsgögn fyrir svalirnar eða garðyrkjuvörur fyrir plönturnar.

sumar 2017 vörur
sumar 2017 vörur
sumar 2017 vörur

Rækta, matreiða, vera til

Í görðum og á svölum alls staðar í heiminum vex áhugi á því að rækta sitt eigið hráefni hraðar en baunaspírur. Skiljanlega! Ræktun er skapandi, ánægjuleg, umhverfisvæn og útkoman er oftar en ekki ljúffeng.

Þig vantar kannski myntu í kúskússalatið eða kóríander í salsasósuna. Sama hvað þú ert að matreiða er ánægjulegt að hafa fersk hráefni við höndina.

Fáðu hugmyndir úr sumarlínu IKEA sem inniheldur blómapotta, plöntur og ómissandi garðyrkjuvörur. Byrjaðu núna að undirbúa matreiðsluævintýri sumarsins í garðinum þínum.

sumar 2017 vörur
sumar 2017 vörur
sumar 2017 vörur
sumar 2017
sumar 2017
sumar 2017