Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

SYMFONISK, sameinaðir ofurkraftar

SYMFONISK er hægt að festa á vegg.

Gefðu hljóðheiminum lausan taum

Nánast allt í lífinu verður betra með hljóði. Uppvask, afslöppun, þvottur og þriðjudagar – spilaðu uppáhaldslagið og hversdagsverkin umbreytast. IKEA veit hvað hljóð skiptir miklu máli þegar kemur að vellíðan – nánast jafn mikið og góð motta, listaverk eða notalegur sófi – því hefur IKEA sett sér markmið um að gera frábært hljóðkerfi fyrir sem flesta.Skoðaðu SYMFONISK línuna hér.


Fyrstu skrefin með SYMFONISK.

„Við vissum frá byrjun að við vildum ögra hefðbundinni fagurfræði sem fylgir hátæknivörum. Hugmyndin að lampa með hátalara er að hluta fengin frá eldstæði þar sem eldurinn snarkar og gefur frá sér hlýja birtu.“


- Iina Vuoritvirta, hönnuður hjá IKEA

SYMFONISK sem hilla.
SYMFONISK sem hilla.

Hilla sem hljómar vel

Í upphafi samstarfsins veltum við því fyrir okkur hvort það væri hægt að búa til hágæða hljóðkerfi sem tæki lítið pláss. Við áttuðum okkur fljótlega á því að það væri vissulega hægt og þess til sönnunar er SYMFONISK hátalarinn.

„Þetta er enginn venjulegur hátalari. Það er auðvelt að fela hann innan um bækur í hillu eða hafa hann til sýnis. Það má líka festa hann á vegg eða nota snaga til að hengja hann á slá í eldhúsinu.“

- Iina Vuoritvirta, hönnuður hjá IKEA

SYMFONISK.

Sonos og IKEA

IKEA býr yfir mikilli kunnáttu á húsbúnaði en hljómur er okkur framandi. Á hinn bóginn býr Sonos yfir ómældri þekkingu á hljómgæðum og á það sameiginlegt með okkur að leita sífellt að nýjum leiðum til að bæta líf fólks. Með því að sameina þessa ofurkrafta auðveldum við aðgengi fólks að betri hljómi – og fáum tækifæri til að þróa vörur sem annars væri ómögulegt án samstarfsins.

Komdu og kannaðu alla eiginleika

Það er margt gott að segja um um SYMFONISK: Gott og tært hljóð, auðvitað. Hátalarnir hafa WiFi-tengingu og þá er hægt að streyma án þess að símhringingar og tilkynningar trufli. Þú getur keypt tvo eins hátalara og búið til steríóhljóðkerfi og tengt eins marga hátalara og þú vilt til að spila það sama milli herbergja (SYMFONISK eða Sonos, allar græjur virka saman). Svo getur þú einnig stýrt hverjum hátalara fyrir sig og til dæmis hlustað á hljóðvarp á meðan þú eldar í eldhúsinu á sama tíma og börnin eru í stofunni að hlusta á uppáhaldstónlistina.

SYMFONISK.