Vistvænni vörum fer sífellt fjölgandi hjá IKEA og eru þær merktar með grænum plús í versluninni og á vefnum svo þær séu auðfinnanlegar. Græni plúsinn þýðir að varan hefur umhverfisvænni eiginleika. Það gæti verið að hún sé unnin úr endurunnum hráefnum, að hún sé úr efni sem hægt er að endurvinna eða að hún fari sparlega með auðlindir jarðarinnar, upplýsingarnar er að finna á græna plúsnum.