Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar
Fjölskylduherbergi

Svona býrð þú til tómstundarými fyrir alla fjölskylduna

Útbúðu afdrep þar sem hægt er að geyma allan efnivið og öll tæki og tól fyrir áhugamál fjölskyldunnar – eins og smíði, saumaskap og föndur. Þegar það er ekki í notkun er auðvelt að rýma til fyrir önnur verkefni.

Fjölbreytilegt tómstundarými

Smíðar snúast um að laga og búa til nýja hluti en þó þarf að gæta þess að verja aðra hluti um leið. Gólfhlíf og gott rými til að athafna sig er ágætis byrjun.

Allt sem þú þarft innan handar

Tíminn sem fer í áhugamálin er dýrmætur – ekki eyða honum í að leita að hlutum. Búðu til gott skipulag með þægilegri yfirsýn. (Standurinn undir veggfóðrið er skóhilla fest á króka. Þegar hún er tóm getur þú lagt hana upp við vegginn.)

Gegnsær verkfærakassi

Það eru takmörk á því hversu mikið þú getur hengt upp á veggtöflu. Notaðu einnig skúffueiningu með vírkörfum. Þær eru nógu gegnsæjar til að þú sjáir hvert skrúfjárn og að auki er auðvelt að færa þær til.

Saumaðu í sprettum

Hvort sem það er einföld buxnabót eða sérsaumuð flík þá er saumaskapur oft eitthvað sem fólk gerir í sprettum. Felliborð verður að rúmgóðu vinnuplássi úr fyrirferðarlitlu hliðarborði á augabragði.

Gerðu ráð fyrir hléi

Stór verkefni eru sjaldan kláruð í einum grænum. Komdu í veg fyrir að þú missir dampinn þó þú takir þér hlé. Festu handklæðaslá í loftið og notaðu hana til að hengja hluti á sem eru ókláraðir. (Gættu þess að hafa um 30 cm frá veggnum til að koma fyrir herðatrjám.)

Smáu hlutirnir (og rétti staðurinn fyrir þá).

Föndur kallar á gott skipulag. Efniviður, límbyssa og skriffæri á sínum stað og aðgengileg vegghirsla auðveldar þér að gefa sköpunarkraftinum lausan tauminn án truflana. Bættu við vinnulampa til að minnka álag á augun.

Röð og regla í hverju horni

Litir, efni, tæki og tól – allt á sínum stað og innan handar. Viðbúin, tilbúin og föndra!