Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

Um IKEA

Saga IKEA

Jafnvel þótt milljónir manna þekki nafnið þá líður okkur stundum eins og fólk viti lítið um hver við raunverulega erum.

Þess vegna er það okkar ánægja að segja þér frá IKEA, viljir þú vita meira. Frá upphafinu á fimmta áratug síðustu aldar og allt til dagsins í dag. Það er saga vörumerkis sem hefur gert milljónum manna kleift að gera daglegt líf sitt þægilegra og hyggst halda áfram á sömu braut.

Nánar um sögu IKEA


Umhverfisstefna IKEA

Heimurinn breytist á ógnarhraða, en við lítum bjartsýnum augum til framtíðar. Við erum þess fullviss að með tímanum muni sífellt fleiri geta gert daglegt líf sitt þægilegra. Það krefst djarfra markmiða og skuldbindingar um að ráðast í tafarlausar aðgerðir til að svo megi verða. Það þýðir líka að við þurfum að sameinast í því að tækla stóru verkefnin sem við ráðum ekki við ein á báti.

Nánar um umhverfisstefnu IKEA


Hráefni

Það fylgir því mikil ábyrgð að vera stórfyrirtæki. Þegar við veljum hráefni snýst það um að taka ábyrgar ákvarðanir. Í þeim tilfellum sem við getum ekki notað endurnýjanlegt efni þá reynum við að nota endurunnið eða endurvinnanlegt í staðinn. Markmiðið með allri okkar hönnun er að verðið sé lágt og gæðin mikil.

Nánar um hráefni


Nýting hráefnis

Í IKEA reynum við alltaf að gera meira úr minna. Til að hjálpa viðskiptavinum okkar að gera daglegt líf þægilegra í heimi þar sem auðlindir eru af skornum skammti þurfum við að setja markið hærra.

Nánar um nýtingu hráefnis


Vöruöryggi

Vörur á góðu verði eru kjarni starfsemi okkar. Það þýðir ekki að við gerum málamiðlanir þegar kemur að gæðum eða öryggi. IKEA vörur verða að vera öruggar, út frá bæði heilbrigðis- og umhverfissjónarmiðum.

Nánar um vöruöryggi


Fyrir fjölmiðla

Hér er að finna fréttir úr starfsemi IKEA og af vöruúrvalinu auk myndefnis. Ef þú finnur ekki það sem þú leitar að þætti okkur vænt um að heyra í þér.

Nánar um fréttir