Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar
Close

Um IKEA

Góð hönnun og hagkvæmni

Það er ekki auðvelt að sameina góða hönnun, hagkvæmni, gæði og lágt verð. Hins vegar erum við ekki þekkt fyrir að fara auðveldustu leiðina. Það er ekkert mál að hanna rándýrt skrifborð, en að hanna gott skrifborð sem flestir hafa efni á – það geta aðeins virkilega hæfileikaríkir hönnuðir og vöruþróunaraðilar gert. Okkur til happs er mjög hæfileikaríkt fólk að hanna og þróa vörurnar okkar. Þau vinna með framleiðendum og saman finna þau leiðir til að fá sem mest út úr hráefninu.

Hönnuðirnir okkar geta nefnilega látið framleiða húsbúnað á lágu verði og samt sem áður viðhaldið upprunalegu hönnunarhugmyndinni. Snjallt, ekki satt?

Þannig sköpum við hinar einstöku IKEA vörur. Við köllum þær stundum snjöllu vörurnar vegna þess að þannig getum við einblínt á það sem skiptir máli; fólkið! Við forðumst óþarfa því það kostar peninga og viðskiptavinir okkar vilja ekki sóa peningum. Þeir kjósa snjallar lausnir sem uppfylla þarfir þeirra.

IKEA vörurnar eru afrakstur viðleitni okkar til að koma til móts við þessar þarfir. Þetta er ekki auðvelt verk og kannski er það einmitt ástæðan fyrir því af hverju við erum svona einstök.