Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar
IKEA PS 2017 blómavasar úti í glugga.

Hugsað í hringrás

Í IKEA reynum við alltaf að gera meira úr minna. Til að hjálpa viðskiptavinum okkar að gera daglegt líf þægilegra í heimi þar sem auðlindir eru af skornum skammti þurfum við að setja markið hærra. Við þurfum að endurhugsa allt frá hráefninu sem við notum til hvernig við knýjum verslanir okkar og hvernig við getum lengt endingartíma varanna með því að mynda hringrás þar sem hægt er að gera við, endurnýta og endurvinna. Í allri virðiskeðjunni ætlum við að nota endurnýjanlegt og endurunnið efni á eins hagnýtan hátt og mögulegt er, til að tryggja að við sköpum frekar virði en rusl. Þegar þú ferð heim með IKEA vöru viljum við hjálpa þér að láta þær endast lengur eða gefa þeim nýtt líf þegar þú þarft ekki lengur á þeim að halda.

LISABO stofuborð.
PLATSA skápur.

Gerum hlutina rétt frá upphafi

Til að gera heiminn sjálfbæran þurfum við að byrja einhvers staðar. Með því að gera ráð fyrir framhaldslífi varanna strax á hönnunarstigi, fáum við forskot. Til að gera meira úr minna notum við líka hráefni sem er endurnýjanlegt, endurunnið og af sjálfbærari uppruna. Vörurnar okkar þurfa að endast eins lengi og þörf krefur og það þarf að vera einfalt að halda þeim við, gera við þær, endurnota, setja aftur saman og endurvinna. Því betur sem okkur tekst þetta, því betra fyrir fólk og jörðina.

Framhaldslíf; jafnvel annað og þriðja framhaldslíf. Ef til vill hefja PLATSA hirslurnar þínar lífið sem sjónvarpsbekkur í stofunni og breytast síðar í fataskáp í svefnherberginu. Við hönnuðum PLATSA hirslurnar þannig að þær væru ekki aðeins til prýði á heimilinu, heldur gætu líka fylgt þér alla lífsleiðina.

Með PLATSA nær sveigjanleiki nýjum hæðum. Hirslurnar hjálpa þér að fullnýta hvern krók og kima og þannig er takmarkað rými ekki lengur hindrun. Samsetning á PLATSA gæti ekki verið einfaldari; hirslunum er smellt saman með blindnöglum sem styttir til muna tímann sem fer í samsetningu – og tímann sem tekur að taka þær aftur í sundur. Það lengir líftíma húsgagnanna og stuðlar að sjálfbærari lífsstíl.

Sjá PLATSA línuna

Prófaðu PLATSA teikniforritið

Gamalt hráefni, nýtt yfirborð. Kallið okkur gamaldags, en við viljum helst ekki henda neinu. Við lítum á úrgang sem auðlind og leitum leiða til að nota meira endurunnið efni í vörurnar okkar. Þess vegna bjuggum við til REINSVOLL skáphurðina. Hún er úr endurunnum við sem klæddur er plastþynnu úr endurunnum plastflöskum. Engin þörf er á nýjum við eða olíu við framleiðslu á nýju plasti. Þótt REINSVOLL sé umhverfisvænni kostur er að sjálfsögðu ekkert slegið af kröfum um gæði, útlit eða verð.

Brautryðjandi eldhúsframhliðar. REINSVOLL er ekki fyrsta varan sem við gerum úr 100% endurunnum og FSC vottuðum við og plastflöskum. KUNGSBACKA eldhúsframhliðarnar, með glæsilegu útliti og kámfríu yfirborði, eru úr sama efnivið.

Á hverju ári nota jarðarbúar um 100 milljarða af flöskum úr PET plasti en aðeins um 30% þeirra eru endurunnar. Með því að gefa þeim nýtt líf sem plastþynna á húsgögn sýnum við að endurvinnsla er ekki bara rétt skref heldur getur það líka gefið af sér fallega nýja hluti.

Enginn venjulegur kassi. Það sem einum finnst rusl finnst öðrum verðmæti. Okkur þykir KUGGIS kassinn, sem er úr allt að 70% endurunnu plasti, eitt slíkra djásna. Hann er fallegur, fjölhæfur og endurvinnanlegur.

Vistvernd og fagurfræði. Það er ótrúlegt, en þessar HANNALENA gardínur voru einu sinni plastflöskur sem hefðu annars endað í ruslafötunni. Þær eru endurunnar í pólýestertrefjar með tækni sem krefst hvorki notkunar á skaðlegum efnum né vatni.

IKEA PS 2017 blómavasar úti í glugga.

Fegurðin í brotnu gleri. Glerið sem notað er til framleiðslu á IKEA PS 2017 vasanum hefur sögu að segja. Brotin, sem hefur verið hafnað vegna loftbóla í glerinu eða annarra galla, er brætt að nýju og munnblásið af færu handverksfólki í fjöldaframleidda vöru. Hver hlutur býr enn yfir einkennum glerbrotanna sem í hann fara og gefa hverjum vasa mismunandi litbrigði og mynstur. Með endurnotkun á glerinu í stað þess að henda því í ruslið spörum við verðmætar og takmarkaðar auðlindir og gæðum heimili fólks nýju lífi.

Taktu sporið. TÅNUM motturnar eru handgerðar og því er hver þeirra einstök. Enn betra er að við notum endurunna bómull úr eigin framleiðslu í motturnar. Meira en 90% af hráefninu er afgangsefni úr sængurfataframleiðslunni okkar. Þegar þú stígur á TÅNUM mottu skilur þú því eftir þig minna kolefnisspor.