Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

Saman í átt að sjálfbærari framtíð

Heimurinn breytist á ógnarhraða, en við lítum bjartsýnum augum til framtíðar. Við erum þess fullviss að með tímanum muni sífellt fleiri geta gert daglegt líf sitt þægilegra. Það krefst djarfra markmiða og skuldbindingar um að ráðast í tafarlausar aðgerðir til að svo megi verða. Það þýðir líka að við þurfum að sameinast í því að tækla stóru verkefnin sem við ráðum ekki við ein á báti.

Fólk um allan heim vill lausnir sem gera lífið heilsusamlegra og sjálfbærara. Við viljum veita innblástur og gera eins mörgum og mögulegt er kleift að lifa sjálfbærara lífi á einfaldan og hagkvæman hátt. Við leggjum okkar af mörkum með hringrásarhugsun, orkuhlutleysi og með því að hafa jákvæð áhrif hvar sem við erum í heiminum.

Umhverfisstefna, -skýrslur og siðareglur IKEA á heimsvísu

Umhverfisstefna IKEA á heimsvísu – People and Planet Positive

Umhverfisskýrsla IKEA 2019

Umhverfisskýrsla IKEA 2018

IConduct siðareglur IKEA

IWAY siðareglur birgja IKEA

People and planet positive.
Kona.

HEILSUSAMLEGIR OG SJÁLFBÆRIR LIFNAÐARHÆTTIR

Markmið okkar er að veita innblástur og gera meira en milljarði manns kleift að gera daglegt líf þægilegra innan þolmarka jarðarinnar. Skoðaðu hvað við erum að gera í málunum.

Fólk úti í skógi.

HRINGRÁS OG ORKUHLUTLEYSI

Til að ná markmiðum okkar um orkuhlutleysi og betri nýtingu á hráefni á sama tíma og við stuðlum að vexti IKEA, ætlum við að verða hringrásarfyrirtæki. Það er risavaxin áskorun og við ætlum okkur að láta þetta verða að veruleika.

Konur í verksmiðju.

SANNGJARNT OG RÉTTLÁTT SAMFÉLAG

Hvar sem við erum í heiminum viljum við hafa jákvæð samfélagsleg áhrif fyrir alla virðiskeðjunni. Þar á meðal er að sjá fólki fyrir sæmandi og heiðvirðri atvinnu, koma í veg fyrir útilokun og styðja jafnrétti.