Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

Fjölbýlishús í Urriðaholti

Áætlað er að íbúðirnar verði tilbúnar vorið 2019

Hvers vegna er IKEA að byggja fjölbýlishús?

Hátt leiguverð og lítið framboð af einkum litlum íbúðum er vandamál fyrir starfsfólk IKEA eins og fjölda annarra. Til að bregðast við þessu var ákveðið að ráðast í byggingu á 34 íbúða fjölbýlishúsi í Urriðaholti, í næsta nágrenni IKEA. Fjölbýlishúsið er fyrst og fremst hugsað fyrir starfsfólk IKEA, en auk þess verða einhverjar íbúðanna leigðar út til starfsfólks annarra fyrirtækja í Kauptúninu og á almennum leigumarkaði, til að mynda til námsmanna.

 • 34 íbúðir

 • Stærðir:
 • 25 m2 - 19 íbúðir.
 • 30 m2 - 7 íbúðir.
 • 40 m2 - 3 íbúðir.
 • 45 m2 - 3 íbúðir.
 • 60 m2 - 2 íbúðir.
 • Öllum íbúðum fylgi geymsla á fyrstu hæð.
 • Sér svalir er á öllum íbúðum.
 • Byggingin er umhverfisvottuð samkvæmt stöðlum Svansins.
 • IKEA hefur nýtt áralanga þekkingu sína á snjöllum lausnum fyrir smærri heimili til að útbúa íbúðirnar öllum nútímakostum þrátt fyrir smæðina.
 • Hluti minnstu íbúðanna verður leigður út með innbúi.
 • Frí háhraðainternettenging er í öllum íbúðum.

Úthlutun íbúða og leiguverð verður upplýst þegar nær dregur byggingalokum.