Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

Veldu rétta dýnu

1. Veldu dýnuna sem hentar þér best

Svampdýnur

Svampdýnan fylgir lögun líkamans og gefur honum góðan stuðning. Þú byltir þér minna og sefur betur, jafnvel þó að makinn/félaginn bylti sér. Öllum svampdýnunum okkar er skipt niður í þæginda­svæði sem auka enn frekar á þægindin.

Springdýnur

Springdýnur eru einstaklega endingargóðar. Þær dreifa líkamsþyngdinni jafnt um dýnuna og veita líkamanum þann stuðning sem hann þarf. Uppbygging gormanna gerir það að verkum að loftflæðið er gott um dýnuna og hún helst þurr og fersk.

Boxdýnur

Flestar boxdýnurnar eru með tvöföldu gormalagi. Efsta lagið dreifir þyngdinni jafnt um dýnuna og veitir líkamanum þann stuðning sem hann þarf. Gormalagið dregur úr höggum við hreyfingar. Uppbygging gormanna gerir það að verkum að loftflæðið er gott um dýnuna og hún helst þurr og fersk.

2. Prófaðu þig áfram!

Maður liggur á hliðinní í rúmi

Á hliðinni: Hryggurinn á að vera beinn. Prófaðu mýkri dýnu þannig að axlir og mjaðmir liggi þægi­lega í dýnunni, og líkaminn fái þann stuðning sem hann þarf.

Maður liggur á bakinu í rúmi

Á bakinu: Þú þarft stuðning við hálsinn og mjóbakið. Veldu aðeins stífari dýnu svo að líkami þinn liggi ekki of djúpt í dýnunni.

Ef þú sefur á maganum, prófaðu þá eina af stífu dýnunum okkar til að minnka álagið á hálsinn og bakið.

Skilaréttur fyrir dýnur. Prófaðu nýju dýnuna þína heima í 90 daga og ef þú elskar hana ekki, þá getur þú skipt henni í aðra dýnu. Þegar dýnan er fundin, sefur þú vært með 25 ára ábyrgð.

Athugið að dýnan þarf að vera heil og hrein til að það megi skila henni, og kvittun þarf að fylgja. 90 daga reglan á ekki við um rúmbotna, rimlabotna og yfirdýnur.