Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

Rými heima fyrir vellíðan

Láttu markmiðin verða að veruleika! Það getur verið vandasamt að festa nýja vana í sessi, hér finnur þú nokkrar einfaldar leiðir til að hjálpa þér að slappa af og hressa þig við. Þú þarft ekki stórt rými né útbúnað.

Útbúðu rými fyrir æfingar (það þarf ekki að vera stórt)

Það er auðveldara að finna tíma til að gera nokkrar æfingar ef þú gerir þær heima hjá þér. Þá er gott að skipuleggja rýmið þannig að það sé opið. Létt húsgögn eða húsgögn sem hægt er að rúlla til hliðar auðvelda og flýta fyrir því að útbúa nægilega mikið rými fyrir heimaæfingarnar.

Búnaður til að auka vellíðan

Hafðu búnaðinn sem þú þarft – og kannski nokkur kerti til að setja réttu stemninguna – á góðum og aðgengilegum stað. Settu hann í kassa svo það sé auðvelt fyrir þig að sækja hann þegar það er kominn tími til að gera æfingarnar.

Þá er bara að hefjast handa

Þegar þú hefur útbúið nægilega mikið gólfpláss hefur þú ekki fleiri afsakanir. Þú setur þig í stellingar og byrjar á æfingunum.

Ef þú velur húsgögn sem eru létt eða sem hægt er að rúlla til hliðar tekur ekki langan tíma að rýma til fyrir heimaæfingarnar.

Fyrir líkama og sál

Það að hreyfa sig er eitt en að þjálfa hugann er annað. Þegar æfingin er búin er gott að dempa ljósin, kveikja á ilmkerti, spila notalega tónlist og fara í slökun.

Sparaðu með því að nýta það sem þú átt

Slepptu líkamsræktarkortinu og fyrirferðamiklum búnaði og nýttu það sem þú átt nú þegar. Skemill getur orðið að æfingabolta og þú getur notað handklæði sem æfingaband.

Að festa nýjan vana í sessi

Taktu inn vítamín og gefðu þér klapp á bakið til að ná orkunni aftur upp. Þetta er þess virði að endurtaka, er það ekki? Á sama tíma á morgun?