Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar
Vorhreingerning

Vorhreingerningar sem endast

Nú er tíminn til að lofta út og undirbúa sig fyrir nýja árstíð. Taktu daginn í það og gerðu það almennilega – fyrir framtíðarsjálfið.

Nýttu þér ferska loftið

Viðraðu rúmföt, sængur og kodda og þau verða sem ný! Hengdu allt upp og láttu vindinn leika um þau. Þú getur farið enn lengra og notað teppabankara – og fengið svolitla útrás um leið.

Haustbónus

Til að halda vetrarsæng og -fötum ferskum lengur getur þú pakkað þeim niður með ilmandi jurt ásamt fallegri kveðju. Hún gæti verið einmitt það sem þú þarft á að halda þegar þú skiptir aftur í veturinn.

Dagur fyrir tiltekt

Taktu allan fataskápinn með þér út og láttu loftið sjá um fötin áður en þú gengur frá þeim fyrir sumarið. Ekki gleyma fylgihlutunum!

Lagaðu eftirlætisflíkurnar

Þú sækir yfirleitt hlýju fötin úr geymslu rétt áður en þú ætlar að nota þau. Þess vegna er þetta besti tíminn til að laga þau. Saumaðu tölurnar aftur á sem losnuðu og lagaðu litlar rifur. Þegar laufin byrja að falla er allt til reiðu.

„Geymslur nýtast enn betur ef þú fylgir tveimur einföldum reglum: Gaktu frá hlutunum þannig að þú getir notað þá um leið og þú þarft á þeim að halda, á stað sem er hentar vel fyrir árstíðarbundna hluti. Þá verður lítið mál að ná í þá aftur“

Kristina Pospelova, innanhússhönnuður IKEA

Minntu á það sem koma skal (aftur)

Föt sem fólk geymir fyrir næsta barn eiga það til að gleymast. Prófaðu að merkja geymslukassana til að auðvelda þér að muna eftir þeim og merktu þá með fatastærð svo þú getir gripið kassa eftir þörfum. Hafðu í huga að kassar úr vefnaði henta best til að geyma föt til lengri tíma.

Árstíðarbundnar vörur innan handar

Veðrið er afar óútreiknanlegt og því er betra að bíða með að ganga alveg frá árstíðarbundnum fötum. Þú getur sett þau í kassa en gættu þess að hafa kassana innan seilingar.

Komdu þér á óvart

Einstakir hlutir þurfa sérstaka meðferð. Gleymd leikföng og erfðagripir fá aukið vægi með tímanum og vekja meiri lukku ef þú geymir þau úr augnsýn í einhvern tíma og tekur svo fram á réttri stund.