Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

Nýr vörulisti, nýir möguleikar, nýtt upphaf

Nýr vörulisti IKEA.

Í vörulistanum fyrir komandi IKEA ár eru svefn og baðherbergi í brennidepli. Okkur langar að hjálpa til við að gera heimili að endurnærandi stað. Svefn og svefnþægindi eru mjög persónubundin og því mikilvægt að finna út hvað þú þarft til að öðlast heilsusamlegan og nærandi svefn.Taktu þátt í svefnbyltingunni!

Smelltu hér til að skoða vörulistann í rafrænni útgáfu


IKEA stofa.


Við kíkjum inn á heimili sex mismunandi fjölskyldna í vörulistanum í ár.

Það fer afskaplega vel um sjö manna fjölskylduna í fyrstu íbúðinni. Hér snýst allt um snjallar lausnir svo hægt sé að njóta bæði samverunnar og einverunnar á notalegan hátt.

IKEA fjölskylda.

IKEA vinir í vörulista.

Í næstu íbúð býr óhefðbundin fjölskylda, þrír vinir sem eru að flytja út úr foreldrahúsum og leigja saman sitt fyrsta heimili. Það krefst að sjálfsöguðu mikils skipulags því þó það sé gaman að deila heimili með vinum sínum er nauðsynlegt að hafa svefnherbergi, skúffu á baðherberginu og skáp í eldhúsinu út af fyrir sig.


Litríkt IKEA heimili vina.

Par sem flutti inn saman.
Notalegt með nýjum vörum frá IKEA.

Ástin flýgur yfir húsgögnunum í þriðju íbúðinni. Í henni býr par sem var að hefja sambúð og íbúðin einkennist af ólíkum stíl þeirra. Þau eiga það þó sameiginlegt að notalegheitin eru í fyrirrúmi.


Í fjórðu íbúðinni býr kona á besta aldri. Hún var að hætta að vinna og er nýflutt í einstaklingsíbúð í stórborg. Þetta er nýr kafli í hennar lífi, núna lifir hún eftir sínum eigin reglum og upplifir frelsi á nýjan hátt.


Kona flytur í nýja íbúð.
Nýjar vörur frá IKEA.

Lítil fjölskyla sem stækkar hratt.

Yfirskriftin í fimmtu íbúðinni er öryggi. Par með eitt barn, bráðum tvö, er búið að hreiðra um sig í lítilli íbúð í miðri borginni. Þau eru úrræðagóð og finna upp á ýmsum lausnum til að hámarka rýmið.


Huggulegt IKEA eldhús.

Lítil en skipulögð IKEA íbúð.

Síðasta íbúðin er af minni gerðinni, en þar eru yfirleitt þrjár kynslóðir saman komnar. Amman er tíður næturgestur parsins sem nýverið var að eignast sitt annað barn. Hún nýtur þess að leika við barnabörnin og létta undir við heimilishaldið. Hér er hver krókur og kimi nýttur undir föt og annað dót sem fylgir barnafjölskyldum.

Þrjár kynslóðir búa saman.