Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar
Close
Fara í körfu
Close

Við kynnum nýja vörulistann!

Í ár ætlum við að hjálpa þér að gefa því sem þú elskar í lífinu meira pláss á heimilinu. Hjálpa þér að komast nokkrum skrefum nær draumaheimilinu. Við gætum því ekki verið spenntari að deila með þér fallegri hönnun og snjöllum vörum í vörulistanum, auk áhugaverðra greina um ýmislegt sem er í gangi í IKEA heiminum og hvernig við erum í stöðugri leit að leiðum til að gera heimilislífið betra. Stafræna útgáfan hefur verið endurhönnuð og viðmótið er nú mun aðgengilegra. Þar getur þú horft á myndbönd, fengið hugmyndir og góð ráð og kynnt þér væntanlegar vörur og nýja hönnun.

Rauði þráðurinn í gegnum allan vörulistann er þemað Gefðu lífinu pláss. Það snýst um að horfa út fyrir hefðbundna uppsetningu á heimilinu og láta hana ekki takmarka hvernig heimili þú vilt eiga. Við hvetjum þig til að íhuga hverju þú vilt gefa meira pláss inni á heimilinu; vinum, fjölskyldu, náttúrunni, afslöppun eða jafnvel stað til að gera alls ekki neitt.

Komdu þér vel fyrir og sökktu þér í vörulista IKEA 2018.

Fáðu vörulistann sendan heim

Ef þú afþakkar fjölpóst eða fékkst ekki vörulistann af öðrum ástæðum getur þú skráð þig hér og við sendum hann heim til þín.

Smelltu hér til að skoða rafræna vörulistann.

Sjáðu vörulistann lifna við!

Segja má að rafræni vörulistinn sé framlenging á prentuðu útgáfunni. Til viðbótar við allt efnið þar, inniheldur rafræna útgáfan fullt af aukaefni. Þar á meðal eru myndbönd sem veita betri innsýn inn í herbergin eða gefa þér góð ráð um hvernig þú getur nýtt þér lausnirnar okkar.

Eins kynnumst við betur viðfangsefnunum í greinunum; allt frá lífi víetnamskra flóttabarna til IKEA mjúkdýra! Í IKEA Catalogue appinu getur þú líka mátað húsgögn heima hjá þér. Notaðu einfaldlega prentaða vörulistann sem viðmið og prófaðu að stilla upp mismunandi húsgögnum áður en þú kaupir.

Þú getur skoðað rafræna vörulistann hér eða í appinu sem fæst frítt í App store eða Google Play.

Heimilisvinir á betra verði

Allar vörur hafa lækkað í verði á undanförnum fimm árum, fjölmargar um tugi prósenta. Bara á undanförnu ári, eftir útgáfu síðasta vörulista, var verðið lækkað þrisvar - samtals um rúm 20% að meðaltali. Við höfum tekið stöðu með neytendum og lækkað verð tafarlaust þegar færi gáfust. Styrking krónunnar, stöðugleiki í efnahagsmálum og aukin umsvif hafa gert þetta kleift. Nú fögnum við nýju viðskiptaári og vonum að verðlækkanir fyrirtækisins hafi jákvæð áhrif á áframhaldandi stöðugleika og kaupmátt landsmanna.

Skoðaðu verðsögu vinsælla IKEA vara hér!

Myndbönd

Hér fyrir neðan eru sýnishorn af myndböndunum úr vörulistanum. Skoðaðu þau öll í rafræna vörulistanum eða á YouTube rásinni okkar, IKEA Iceland.