Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

YPPERLIG

Fegurðin í einfaldleikanum

Samstarfi IKEA og danska hönnunarfyrirtækisins HAY var beðið með mikilli eftirvæntingu og niðurstöðurnar ullu ekki vonbrigðum. Línan inniheldur glæsilegt úrval af vörum, allt frá stærri húsbúnaði eins og sófum og stofuborðum, að smærri hlutum eins og uppfærðri útgáfu af bláa pokanum okkar.

YPPERLIG línan stendur fyrir einfaldleika sem uppfyllir nútímaþarfir og -langanir. Þetta er samtímahönnun sem jafnframt er tímalaus – eins og vörurnar sjálfar.

Skoðaðu línuna hér

YPPERLIG vörur
YPPERLIG blómavasar
YPPERLIG stólar

„Við hjá IKEA erum forvitin um heiminn. Við trúum á samstarf því þegar við sameinum krafta okkar tekst okkur svo miklu meira og getum fært sem flestum betri vörur.“

- Marcus Engman, yfirhönnuður hjá IKEA.

YPPERLIG blómavasi
YPPERLIG kertastjaki
YPPERLIG sófarúm

Mette og Rolf Hay eru hjónin að baki hönnunarfyrirtækinu HAY, sem stofnað var í Kaupmannahöfn árið 2002. HAY hannar húsgögn með nútímalifnaðarhætti í huga og notar háþróaða iðnaðarframleiðslutækni til að ná því fram. Hjónin sækja hugmyndir sýnar úr til dæmis arkitektúr, tísku og list, niðurstaðan verða hlutir sem hafa einfalda, hagnýta og smekklega hönnun. Með öðrum orðum, fyrirtæki sem hentar IKEA fullkomlega.

„Frá upphafi tókum við það skýrt fram við IKEA að við vildum að samstarfið yrði að hætti IKEA, sem þýðir heiðarlegar og áreiðanlegar vörur á sanngjörnu verði sem hægt er að nota í langan tíma.“

Hjónin Metta og Rolf Hay

Blái pokinn fær nýtt líf

Það hafa allir gaman að vellukkaðri yfirhalningu! Mette gaf bláa pokanum, einni þekktustu vöru IKEA, nýtt líf á sama tíma og hún gerði upprunalaga pokanum hátt undir höfði. Niðurstaðan varð að vinna með litina og mynstrin án þess að breyta stærð og efni. Pokinn fæst í nokkrum litum og uppfærða útgáfan er einstaklega endingargóð vegna nælonborðana sem fara alla leið undir botn pokans.

„Pokinn er ein þekktasta vara IKEA, en er ekki metinn að verðleikum sem hönnunarvara. Við héldum stærðinni og uppfærðum hann í nýjum litum og mynstrum. Með því gerum við þessari vöru hátt undir höfði.“

- Mette Hay

YPPERLIG innkaupapoki
YPPERLIG innkaupapoki
YPPERLIG innkaupapoki
YPPERLIG innkaupapoki
YPPERLIG innkaupapoki
YPPERLIG innkaupapoki
YPPERLIG kollar
YPPERLIG speglar
YPPERLIG innkaupapokar
YPPERLIG púðar

IKEA og HAY – sterkari saman

Þó að IKEA og HAY starfa innan sama geira, snerist samstarfið ekki um að sameina tvo andstæðinga, heldur nýta sköpunargáfu og reynslu í sterku samstarfi. IKEA er með yfirgripsmikla þekkingu á framleiðslu, en HAY hefur ástríðu fyrir hönnun og YPPERLIG er niðurstaða þessarar samvinnu. Þegar vandamál komu upp á meðan samstarfinu stóð voru þau leyst á fljótlegan og auðveldan hátt – og í anda IKEA átti það sér iðulega stað á verksmiðjugólfinu.

Í gegnum ferlið voru fyrirtækin tvö stöðugt að ögra hvort öðru, stöðugt að fínpússa hverja vöru þar til báðir aðilar voru ánægðir. Niðurstaðan er vörulína full af stílhreinum hversdagsvörum hönnuðum til að vera notaðar og elskaðar ár eftir ár.

YPPERLIG púðaver
YPPERLIG kassi með loki
YPPERLIG spegill
YPPERLIG stóll og kollar
YPPERLIG LED borðlambi
YPPERLIG stóll og hillueining
YPPERLIG hillueining
YPPERLIG sófaborð
YPPERLIG stóll