Hægt er að velja hvort hurðin opnist til hægri eða vinstri.
25 ára ábyrgð. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is.
Lakkaðar hurðir eru sléttar og fallegar og það er auðvelt að þrífa þær.
BODBYN hurðin er fulningahurð með sniðskornu þili sem gefur henni einstakan og sígildan karakter. Dökkur liturinn er flottur bakgrunnur fyrir fínni tilefni og líka í hversdagsleikanum.