Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

Eldhús

Draumaeldhúsið er ekki eins fyrir öllum – heldur er það eldhús sem hentar þér og þér þykir fallegt. Þannig verður matreiðslan ánægjulegri og þrifin auðveldari. Og það nýtist þínu rými best svo það sé nóg pláss fyrir hlutina þína og allt uppáhalds fólkið þitt – um ókomin ár. Þetta er ástæðan fyrir því að eldhúsin okkar eru hönnuð til að þú hafir endalausa möguleika til að gera eldhúsið sem þig hefur alltaf dreymt um.


 

Láttu drauminn rætast

METOD eldhúslínan er hönnuð til að veita þér frelsi til að skapa eldhús sem hentar þér fullkomlega. Með METOD getur þú myndað bókstaflega þúsundir ólíkra samsetninga, þannig að þú finnir örugglega þá útgáfu sem hentar þér best.


Prófaðu teikniforritið


Eldhús til að njóta um ókomin ár

25 ára ábyrgð
Eldhúsinnréttingar

10 ára ábyrgð
Blöndunartæki

5 ára ábyrgð
Heimilistæki


Tvær leiðir til að skipuleggja nýja eldhúsið

 

Teikniþjónusta

Það gæti ekki verið einfaldara að skipuleggja og hanna fataskápa og innréttingar fyrir heimilið eða skrifstofuna. Þú getur notað þrívíddarteikniforritið IKEA Home planner eða nýtt þér teikniþjónustuna okkar þér að kostnaðarlausu en sú þjónusta er án endurgjalds og það getur tekið um 13 virka daga að fá teikningu.

Fylla út hönnunarbeiðni

 

Teikniforrit

Draumar þínir og hugmyndir verða áþreifanlegri þegar þú byrjar að skipuleggja eldhúsið þitt. Notaðu Home Planner teikniforritið okkar til að skipuleggja eldhúsið.

Fara í Home Planner


 

Teikniforrit


 

Eldhúsbæklingar og kaupleiðbeiningar

Í eldhúsbæklingum okkar sýnum við allt frá stórum fullbúnum eldhúsum sem gefa draumunum innblástur til allra litlu aukahlutanna sem auðvelda lífið í eldhúsinu og gera það skemmtilegra. Kaupleiðbeiningar okkar fyrir eldhús einfalda þér að kaupa nýja eldhúsið. Þar finnur þú upplýsingar um allar vörurnar og hvernig best er að velja og versla.


Við aðstoðum þig við að gera draumaeldhúsið að veruleika.

Þjónusta

Þú getur gert allt sjálfur en þú þarft þess ekki.

 

Teikniþjónusta

Það gæti ekki verið einfaldara að skipuleggja og hanna fataskápa og innréttingar fyrir heimilið eða skrifstofuna. Þú getur nýtt þér teikniþjónustuna okkar þér að kostnaðarlausu en sú þjónusta er án endurgjalds og það getur tekið um 13 virka daga að fá teikningu.

Fylla út hönnunarbeiðni

 

Samsetning

Flestar IKEA vörurnar eru í flötum pakkningum með einföldum leiðbeiningum svo að þú getir sett þær saman sjálf/ur. Við getum mælt með samsetningarþjónustu á sanngjörnu verði ef það hentar þér betur.

 

Hafðu samband

 

Sendingarþjónusta

Komast vörurnar ekki í bílinn? Við getum sent þér þær heim eða á skrifstofuna.