Vatteruð dýnuhlíf úr lýósell- og bómullarblöndu með fyllingu úr lýósell- og pólýesterblöndu. Pólýesterfyllingin er að mestu úr endurunnu hráefni.
Vatteruð dýnuhlíf úr lýósell- og bómullarblöndu með fyllingu úr lýósell- og pólýesterblöndu. Pólýesterfyllingin er að mestu úr endurunnu hráefni.
Dýnuhlíf á milli laks og dýnu verndar gegn blettum og óhreinindum og lengir líftíma dýnunnar.
Þú finnur fyrir þægilegri og þurrari svefni þar sem efnið og fylling er úr lýóselltrefjum sem draga í sig raka.
Teygja á hornunum heldur dýnuhlífinni á sínum stað.
Dýnuhlífina má þvo í vél á 60°C. Við það hitastig drepast rykmaurar.
236 þræðir.
Uppgefin tala þráða gefur til kynna fjölda þráða á hverri fertommu af vefnaði. Því hærri sem talan er því þéttofnari er hann.
Fyrir dýnur sem eru allt að 42 cm þykkar.
Maja Ganszyniec
Lengd: 200 cm
Breidd: 180 cm
Má þvo í vél við hámark 60°C, venjulegur þvottur.Má ekki setja í klór.Má setja í þurrkara, við lágan hita (hám. 60°C).Má ekki strauja.Má ekki þurrhreinsa.
Með því að nota endurunnið pólýester í vöruna notum við minna af nýju hráefni og drögum úr umhverfisáhrifum.
Öll bómull sem við notum í vörurnar okkar er af sjálfbærari uppruna. Það þýðir að notað er minna af vatni, áburði og skordýraeitri við ræktunina. Þar að auki hagnast bændurnir meira og þar með samfélögin sem þeir búa í.
Með því að nota endurnýjanleg efni eins og sellulósa og bómullartrefjar í vöruna, sleppum við að nota jarðefni og önnur takmörkuð hráefni.
Lýósell er sellulósatrefjar gerðar úr viði. Viður er endurnýjanlegur efniviður og þarf minna af vatni, meindýraeitri og tilbúnum áburði heldur en t.d. bómull.
Hægt er að endurvinna pólýester oftar en einu sinni og draga þannig úr umhverfisáhrifum. Allar vörur úr endurunnu efni mæta sömu kröfum og öryggisstöðlum og aðrar vörur.
Lýósell er framleitt í lokuðu ferli. Mest af þeim efnum sem notuð eru í framleiðslunni eru endurunnar eða endurnýttar, sem er hluti af okkar metnað til þess að minnka okkar áhrif á umhverfið.
Efri hlið: 55% lýósell, 45% bómull
Bakhlið: 100% pólýprópýlen
Fylling: 50% lýósell, 50% pólýester (a.m.k. 70% endurunnið)