5 ára ábyrgð. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is.
Varan er afgreidd úr vöruhúsi IKEA og því er vöruvöktun ekki í boði. Vinsamlega hafðu samband við þjónustuver eða komdu í verslunina til að leggja inn biðpöntun.
Vefverslun: | Uppselt |
Verslun: | Fá eintök til |
5 ára ábyrgð. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is.
Spanhellur eru mjög orkunýtnar, hraðvirkar og nákvæmar þar sem spantæknin beinir orkunni beint í segulmagnað eldunarílátið.
Gefur þér færi á að nota stærri potta fyrir sérstakar uppskriftir eða tækifæri, þar sem hægt er að tengja tvær hellur saman í eina stóra þegar þörf er á.
Þegar það er kveikt á hellunni hitnar hellan um leið og þú setur pott á hana. Þú þarft aðeins að velja orkustillingu.
Allar hellurnar eru sjálfvirkar. Þegar þú ýtir á táknið nær hellan hita sem er tilvalin til að bræða hluti á borð við súkkulaði og smjör.
Hraðsuðustillingin (P) gefur hellunni aukaorku. Svona hraðvirkur og mikill hiti hentar til að sjóða vatn og snöggsteikja kjöt og grænmeti.
Þú getur aðlagað hitann auðveldlega og nákvæmlega með því að renna fingrinum eftir snertisleðanum eða með því að snerta æskilegt hitastig á skjánum.
Þú hefur góða stjórn á matreiðslunni því hægt er að tímastilla hverja hellu fyrir sig. Hentar vel til að sjóða egg, hrísgrjón eða pasta.
Þú virkjar barnalæsingu og þrifstillingu með því að halda lásatakkanum inni í þrjár sekúndur. Þannig getur þú þrifið helluborðið án þess að stillingarnar fari úr skorðum.
Auðvelt að þrífa með því að strjúka af með rökum klút eða svampi, því matarslettur og vökvi brenna ekki á hellunum.
Skynjari sem slekkur sjálfvirkt á hellunni ef það sýður upp úr yfir stjórnborðið.
Pásustillingin gerir þér kleift að stöðva eldunina tímabundið, ef nauðsyn krefur, og byrja aftur með sama hitastig og áður. Á meðan pásustillingin er virk heldur hellan sjálfkrafa heitu.
Helluborð með spanhellum:
Fremri hægrihella: 16 cm – 1.400 W, hraðsuða 2.100 W.
Fremri vinstrihella: 21×19 cm – 2.100 W, hraðsuða 3.000 W.
Aftari vinstrihella: 21×19 cm – 2.100 W, hraðsuða 3.000 W.
Aftari hægrihella: 20 cm – 2.300 W, hraðsuða 3.000 W.
Rafspenna: 220-240 V.
Heildarorkunotkun: 7.400 W.
Rafstraumur: 2x16 A eða 1x32 A.
Eiginleikar:
Fjöldi hellna: 4.
Pásustilling.
Barnalæsing.
Tímastillir.
Hraðsuða (fjórar hellur).
Hægt að tengja hellur saman.
Snertisleði.
Þarf að tengja. Láttu sérhæfðan aðila um uppsetningu.
Þú finnur allar upplýsingar um mismunandi stillingar í notkunarleiðbeiningunum undir Samsetningarleiðbeiningar.
Ef helluborðið er staðsett í grunnskáp með skúffum þarf að bæta við NYTTIG hlíf undir helluborð. Hlífin kemur í veg fyrir að hægt sé að brenna sig á helluborðinu neðan frá.
Varan er CE-merkt.
Eldunarílát fyrir spanhelluborð þurfa að vera með segulmögnuðum botni.
Helluborðið getur gefið frá sér lágt suð, flaut eða taktfast hljóð. Þessi hljóð eru eðlilegir fylgifiskar spantækninnar.
IKEA of Sweden
Breidd: 78.0 cm
Dýpt: 52.0 cm
Hæð: 5.8 cm
Þyngd: 10.40 kg
Með því að framleiða vörur sem hjálpa fólki við að minnka orkunotkun stuðlum við að sjálfbærara heimilislífi.