Close

Småland

Við viljum gera heimsókn í IKEA skemmtilega fyrir mikilvægasta fólkið í heiminum. Nú geta börnin gleymt sér í ævintýraskóginum Småland. Þar geta þau falið sig undir tré, hoppað ofan í berjakörfuna, horft á mynddisk eða litað mynd. Þetta eru aðeins nokkur atriði sem bjóðast börnunum sem heimsækja okkur í Småland.

Ævintýraskógurinn hentar börnum frá 3ja til 7 ára aldri. Opið er í Smålandi frá 11-21, en innskráningum barna er hætt 20:50. Þema umhverfisins byggist á skóglendinu og bóndabæjunum í Smálöndunum í Suður- Svíþjóð, þar sem IKEA varð til.