MÄVINN - bæta líf og fegra stofuna
Fallegra í nærmynd. MÄVINN vörurnar eru svo miklu meira en fallegir skrautmunir. Ef þú rýnir í þær sérðu framúrskarandi handverk úr nýstárlegu efni með skemmtilegum smáatriðum. Í hverju einustu vöru fléttast inn tækifæri, sjálfstraust og tilgangur fyrir þau sem þurfa mest á því að halda.
Náttúrulegt samstarf
Þegar við hönnuðum MÄVINN línuna lögðum við mikið upp úr því að nota náttúruleg, endurnýjanleg og lífbrjótanleg efni eins og bananabörk í framleiðslunni. Þannig notuðum við efni sem annars hefði verið fleygt við hönnun á nýjum, fallegum og endingargóðum vörum.
Úr mótbyr í MÄVINN
Við hjá IKEA trúum því að sómasamleg störf séu ein besta leiðin til að losna úr viðjum fátæktar. Nýjasta MÄVINN línan skartar vörum sem eru sérstaklega hannaðar að hæfni handverksfólks í Bangladess, Indlandi, Indónesíu, Jórdaníu og Taílandi. Með MÄVINN línunni getur þú stutt við lífsviðurværi handverksfólks og lagt þitt af mörkum til að efla og styðja við bágstödd samfélög á sama tíma og þú færð einstakan handgerðan húsbúnað sem er búinn til af ástríðu.
Skoða MÄVINN vörurnar
"Konurnar sem vinna með okkur hafa aukið heimilistekjurnar um næstum 60%. Það hefur skapað fleiri möguleika fyrir fjölskyldur þeirra og veitt konunum sjálfum meiri áhrif í ákvörðunartöku heimilisins."
Sreejith Nedumpully, framkvæmdastjóri ROPE
Miklu meira en veggskraut
MÄVINN veggskrautið er í setti með ólíku mynstri sem hentar bæði á vegg og borð. Það er handunnið úr sveigjanlegum trefjum úr berki bananaplöntu og svörtum bómullarþráðum og veitir konum á dreifbýlissvæðum Indlands örugga og stöðuga vinnu.
Skoða MÄVINN vörurnar
Skandínavísk nútímahönnun og hefðbundið handverk
Með MÄVINN sameinum við hefðbundið handverk og náttúruleg efni með áberandi mynstrum og sterkum litum. Vörulínan er hönnuð til að skapa breytingar og við vonum að hún lífgi upp á stofuna þína um leið.
Skoða MÄVINN vörurnar
Allt í smáatriðunum
Litla handsaumaða lirfan veitir 305 flóttamönnum í Sýrlandi og handverkskonum í Jórdaníu vinnu. Með því að beita hefðbundinni tækni til að skapa MÄVINN vörurnar fléttum við saman fólk og staði með listinni.
Einn blómavasi breytir kannski ekki heiminum, en tíu þúsund blómavasar gætu gert það
MÄVINN diskar og blómavasar eru handgerðir og skapa þannig störf fyrir frumbyggja og ættbálka í Taílandi. MÄVINN löberinn er ofinn, saumaður og með handhnýttum dúskum – -og stuðlar að bættum skilyrðum handverkskvenna í dreifbýli Indlands.
Skoða MÄVINN vörurnar
Von í vefnaði
Í samstarfi við félagslega fyrirtækið Karupannya hönnuðum við mottu sem hjálpar til við að skapa störf fyrir fólk sem býr á árbökkum í Bangladess, svæði sem hefur orðið fyrir miklum áhrifum af hlýnun jarðar. Mottan er handofin úr ólituðu júta og bómull með skreytingum úr litaðri ull. Falleg og endingargóð.