Það er vissulega notalegt að þurfa ekki að fara úr sófanum til að kveikja ljósin, en það er þó margt fleira sem snjalllýsing getur gert fyrir þig og heimilið þitt. Kveiktu á þægilegri rútínu og betri afköstum með aðeins einum hnappi – engin þörf á rafvirkja!

Hlýlegar móttökur

Þú ert á leið heim eftir langan vinnudag og heimilið tekur á móti þér með ljósin kveikt! Tímastillir er aðeins einn af fjölmörgu eiginleikum snjallheimilisins með TRÅDFRI gátt.

Verðskulduð slökun

Tími fyrir slökun? Skiptu yfir í lægri og hlýlegri birtu til að láta líkamann vita að það sé tímabært að slaka á og skapa notalegt andrúmsloft í hvaða rými sem er. Það eina sem þú þarft er TRÅDFRI snjallpera sem hægt er að deyfa ásamt TRÅDFRI fjarstýringu til að velja birtu og litarhitastig. Þú getur einnig fengið hvort tveggja í TRÅDFRI fjarstýringarsetti.

Skoðaðu snjalllýsingu

Stilltu á vinnulýsingu

Bjartari og kaldari birta vekur heilann, sem kemur sér vel á morgnana eða meðan þú vinnur. TRÅDFRI ljósaperur sem hægt er að deyfa með hvítu litrófi svara kallinu, ásamt TRÅDFRI fjarstýringu.

Skoðaðu snjalllýsingu

Háttatími

Einn sjónvarpsþáttur í viðbót kemur varl að sök... eða hvað? Tímastillir með TRADFRI gáttinni hjálpar þér að skapa heilbrigðari venjur, til dæmis með því að deyfa ljósin klukkan tíu til að minna þig blíðlega á að það styttist í háttatíma.

Taktu stjórnina með IKEA Home smart

Allt sem þú þarft fyrir snjalla lýsingu

Ljósaperur, ljósdeyfir, gátt og fleira fyrir upplýstara heimili. 


Back to top
+

Back to stock notification

Estimated quantity

Alert has been set correctly

X