Þetta er IKEA®


Jafnvel þótt milljónir manna þekki nafnið þá líður okkur stundum eins og fólk viti lítið um hver við raunverulega erum.

Viljir þú vita meira er það því okkar ánægja að segja þér frá IKEA. Frá upphafinu á fimmta áratug síðustu aldar og allt til dagsins í dag.
 

Það er saga vörumerkis sem hefur gert milljónum manna kleift að gera daglegt líf sitt þægilegra og hyggst halda áfram á sömu braut.

Þetta er IKEA.

IKEA lamp

Hugmynd sem mótaðist af landslagi suðurhluta Svíþjóðar.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Ingvar Kamprad stofnaði IKEA árið 1943. Fyrirtækið hefur farið úr því að vera örsmátt sænskt fyrirtæki sem seldi vörur gegnum póstlista yfir í það að vera eitt best þekkta vörumerki á sviði húsbúnaðar í heiminum.

Landssvæðið sem Ingvar ólst upp í, Smálöndin, er grýtt og harðgert. Í þá daga voru margir íbúanna þar fátækir og bjuggu við þröngan kost. Þess vegna eru Smálendingar oft sagðir nýtnir og nýjungagjarnir og að þeir nálgist vandamál og áskoranir af skynsemi. Þessi arfleifð er uppistaðan í hver við erum og sem lifir áfram í menningu IKEA og gildum.

Í heimi þar sem hraði daglegs lífs verður sífellt meiri eru menning okkar og gildin eitt það dýrmætasta, og nytsamlegasta, sem við búum yfir. Þau halda okkur á jörðinni og hvetja okkur til að takast á við flókin viðfangsefni með blöndu af skapandi hugsun og heilbrigðri skynsemi. Arfleifð okkar er líka ein helsta ástæðan fyrir að sýn IKEA er „að gera daglegt líf þægilegra fyrir sem flesta.“

Starfsmenn IKEA eru um 200.000 talsins. Þegar starfsfólki birgjanna er bætt við fer fjöldinn yfir milljón manns. Í góðri samvinnu við viðskiptavini okkar viljum við vera jákvætt afl í heiminum. Vera gott fordæmi um hve miklu er hægt að áorka með samvinnu og ákvörðun um að láta gott af sér leiða.


IKEA á augabragði

Sýn okkar

Að gera daglegt líf þægilegra fyrir sem flesta.

house with a heart

Virðiskeðjan

Virðiskeðja okkar er sérhönnuð til að sjá fjölda fólks fyrir húsbúnaði á eins sjálfbæran og hagkvæman hátt og mögulegt er.

chair

Viðskiptahugmyndin

Að bjóða upp á breitt vöruúrval af hagnýtum húsbúnaði á það lágu verði að sem flestir hafi efni á að kaupa hann.

diagram

Fullt, fullt af fólki

IKEA sameinar þúsundir starfsmanna og hundruð fyrirtækja með mismunandi eignarhald um allan heim. Það er eitt vörumerki en það nær til milljóna heimila og hjarta.

smilies

Sýn okkar

 

Sýn okkar er „að gera daglegt líf þægilegra fyrir sem flesta.“

Þessi sýn hefur áhrif á allt sem við gerum. Vörurnar sem við þróum, hugmyndirnar sem við deilum, hráefnið sem við notum, já, allt saman. Þess vegna er hún svo öflug og næm á sama tíma.

Sýnin er áttavitinn sem leiðir okkur öll í sömu átt. Hún heldur okkur á jörðinni og einbeittum í því að vera aðgengileg og vandvirk í því að gera það sem kemur sem flestum vel.

Það eru margar ástæður fyrir því hve stolt við erum af sýn okkar. Sú helsta er þó að hún styður okkur í daglegum störfum. Hún er nytsamlegt verkfæri og það er ekki bara eitthvað sem við segjum.

Sýn okkar býr í daglegum verkefnum starfsfólksins, um allan heim.

jumping child

clock

Viðskiptahugmyndin

 

Á meðan sýnin segir okkur hvers vegna við erum til segir viðskiptahugmyndin okkur hverju við viljum áorka.

Viðskiptahugmyndin er að „bjóða upp á breitt vöruúrval af hagnýtum húsbúnaði á það lágu verði að sem flestir hafi efni á að kaupa hann“. Þessi orð eru okkur kær því þau fanga fullkomlega eðli IKEA.

Leiðarljós okkar í því að fylgja þessu eftir er það sem við köllum Democratic Design, eða lýðræðisleg hönnun. Samkvæmt þeirri forskrift hönnum við vörur sem eru verðugar IKEA vörumerkisins og fjöldans.

Democratic Design hjálpar okkur að þróa aðeins vörur sem eru fallega hannaðar, hafa gott notagildi, eru sjálfbærar, í miklum gæðum og fást á lágu verði.

Democratic Design hljómar ef til vill svolítið hátíðlegt en okkur þykir það í góðu lagi því það gerir okkur kleift að standa við viðskiptahugmyndina og gera sýn IKEA að veruleika.

Það er stórmál í okkar augum og vonandi í augum fjölda annarra!


Vörumerki okkar

 

Við reynum oft að gera hlutina öðruvísi. Það er fólgið í kjarna IKEA að leita nýrra leiða og finna lausnir þar sem þær hafa ekki fundist áður. Þetta gerum við ekki að ástæðulausu. Við gerum það vegna þess að okkur þykir það besta leiðin til að halda okkur á tánum, vera skapandi, koma á óvart og halda tengslum við fólk. Við gerum það vegna þess að það heldur vörumerkinu fersku og spennandi.

Vörumerki okkar stendur fyrir summuna af öllu sem við segjum og gerum – og höfum sagt og gert.

Samband okkar við starfsfólk, birgja og samstarfsaðila endurspeglast líka í vörumerkinu.

Það er tákn alls sem við stöndum fyrir og það tengir alla IKEA söluaðila og aðra anga IKEA starfseminnar. Það er nokkuð sem þarf að vernda með stolti.

IKEA sameinar þúsundir starfsmanna og hundruð fyrirtækja með mismunandi eignarhald um allan heim. Það er eitt vörumerki en það nær til milljóna heimila og hjarta.

IKEA logo

people

Fullt, fullt af fólki

 

Við stöndum með fjöldanum en við hverja eigum við þegar við tölum um „fjöldann“?

Í okkar augum samanstendur fjöldinn af viðskiptavinum okkar, samstarfsfólki, birgjum og fleirum. Við getum skipt sköpum fyrir fólk með stóra drauma og takmörkuð fjárráð. Það gæti verið þú, ég eða hver sem dreymir um að gera daglegt líf á heimilinu betra.

Stóri draumurinn okkar er að ná enn betur til fjöldans. Til að það geti orðið að veruleika þurfum við að verða opnari og aðgengilegri þar sem pláss er fyrir alla, sérstaklega þá sem við náum illa til í dag, og rödd þeirra fær að heyrast. Við tökum fjölbreytileika markaða okkar fagnandi og gerum fleirum kleift að hafa áhrif á IKEA og gera það enn betra á morgun.

Betra aðgengi krefst nýrra samstarfsaðila, nýrrar hugsunar og mikillar vinnu. Það kemur til með að krefjast samstillts átaks þar sem við bjóðum viðskiptavinum okkar og birgjum að slást í för með okkur í leitinni að bestu hugmyndunum.


Virðiskeðja IKEA

 

Orðið virðiskeðja hljómar ef til vill tæknilega en virðiskeðja IKEA snýst eingöngu um fólk.

Til að byrja með þá er það fólk sem hannar og þróar vörurnar. Meirihluti þeirrar vinnu fer fram í heimabæ okkar, Älmhult í Svíþjóð, í nánu samstarfi við birgja. Þar deilum við kunnáttu okkar sem eflir þekkingu okkar allra á hönnun, hráefnisþróun, sjálfbærni og dreifingu. Þannig getum við svo framleitt betri vörur á lægra verði.

Það er markmið okkar að hanna eingöngu vörur sem við höldum að fólk hafi not fyrir. Til að komast að því hvaða vörur það gætu verið þurfum við að tengjast fólki og gera það hluta af virðiskeðjunni. Frábærar vörur sem höfða til margra leiða til fjöldaframleiðslu og lágs verðs. Með því að biðja viðskiptavini okkar svo um að sjá um samsetninguna getum við boðið enn lægra verð.

Þegar allt kemur til alls er það fólk sem heldur virðiskeðjunni gangandi. Án samskipta við viðskiptavinina og samstarfs við birgjana kæmust við ekki langt.

Virðiskeðja IKEA er keðja stórfenglegra einstaklinga sem vinnur stórfenglegt starf!

assembling furniture

Virðiskeðja IKEA

Hlusta og læra

Til að gera fjöldanum kleift að gera daglegt líf þægilegra þurfum við að skilja þarfir þeirra og drauma. Það er fyrsta og síðasta skrefið í virðiskeðjunni. Með því að hlusta og vinna með viðskiptavinum okkar getum við eflt vöruúrvalið og gert betri vörur sem skipta máli í daglegu lífi fólks.

Hanna og skapa

Vöruúrvalið er einkenni okkar og Democratic Design er leið okkar til að hanna betri vörur fyrir lægri kostnað. Það er okkar leið til að standa vörð um form, notagildi, sjálfbærni, gæði og lágt verð. Einfaldlega að skapa vörur sem við elskum.

Veita innblástur og selja

Við reynum að auðvelda öllum og veita þeim innblástur til að versla IKEA vörur. Öll samskipti, í eigin persónu eða rafræn, eru tækifæri til að fara fram úr væntingum fólks og veita gefandi og einfalda verslunarupplifun. Það er okkur afar mikilvægt að ná að vera viðeigandi á þann hátt að það veiti fólki innblástur og komi á óvart með því að sjá fólki fyrir lausnum á hversdagslegum þörfum.

Framleiða og gera úrbætur

Við viljum stofna til langtímasambanda við birgja og leggjum okkur alltaf fram um að þróa vörurnar á verksmiðjugólfinu. Við leggjum líka mikla áherslu á að gera hlutina sífellt betur eins og að bæta hráefnisöflun og –notkun þannig að aukin gæði og lægri kostnaður verði lokaniðurstaðan.

Pakka og dreifa

Við erum þekkt fyrir snjallar lausnir og góða nýtingu á auðlindum við flutning á vörum og hráefni. Við finnum leiðir til að koma á sjálfvirkni og skilvirkni við hönnun og nota flatar pakkningar til að spara enn meira.

Að gera daglegt líf þægilegra fyrir sem flesta


plant

Sérleyfishafakerfið

 

Þegar hagur IKEA fór að vænkast snemma á níunda áratugnum gerði Ingvar Kamprad sér grein fyrir að hann þyrfti að vernda hugmyndafræði IKEA.

Eftir mikla leit ákvað Ingvar að sérleyfishafakerfi væri besta lausnin fyrir IKEA. Það myndi greiða fyrir opnun verslana á nýjum mörkuðum á sama tíma og þess væri gætt að standa vörð um hugmyndafræðina sem byggi að baki og hvetja til frumkvöðlahugsunar.

Inter IKEA Systems B.V. er sérleyfiseigandinn sem vinnur stöðugt að þróun IKEA hugmyndafræðinnar og tryggir að hún sé framkvæmd á öllum IKEA mörkuðum.

Sérleyfishafarnir sjá um reksturinn og greiða sérleyfisgjald.

Sérleyfishafakerfið er miðað að fólki og hvetur alla til að leggja sitt af mörkum. Það myndar ramma aðgerða sem eru innbyrðis háðar og myndar traustan grunn fyrir IKEA vörumerkið. Það auðveldar skalanlega og kraftmikla virðiskeðju. Síðast en ekki síst uppfyllir það skilyrðin sem Ingvar vildi ná fram:

  • Það gerir IKEA kleift að halda áfram að vera frumkvöðull og hvetur til þess.
  • Það gerir IKEA kleift að vaxa á heimsvísu.
  • Það styrkir og styður hugmyndafræði IKEA.

world map
world map

Næstu skref

 

IKEA sagan er, og verður alltaf, saga mikilla breytinga.

Sýn okkar – að gera daglegt líf þægilegra fyrir sem flesta – hvetur okkur til að vera frumleg, þrautseig og hugrökk.

Menning okkar byggist á eldmóð, samheldni og framtakssemi. Við erum jákvæð, í stöðugri leit að tækifærum og ávallt tilbúin til að leggja hönd á plóg.

Hvort sem það snýst um að stytta samsetningartíma og gera samskeyti varanna sterkari með‘ nýjum fleygblindnagla, taka þátt í nýrri hönun eða leggja af mörkum með nýjum og betri skýlum fyrir flóttamenn þá erum við stöðugt að leita nýrra og betri leiða.

Stundum leiðir ákafinn og forvitnin okkur í ranga átt. Það fylgir því að vera frumkvöðull og það er líka allt í lagi svo lengi sem við lærum af mistökunum. IKEA var stofnað af mjög sérstökum manni og mun lifa undir handleiðslu sérstakra einstaklinga um ókomna tíð.

Við vitum ekki alveg fram framtíðin ber í skauti sér fyrir okkur. Við höldum okkar striki og tökum stöðu með fjöldanum. Öllum með stóra drauma og þunn veski. Við eigum okkur stóra drauma líka og við vitum að ef við höldum áfram að vera skapandi og vinna með öðrum mun morgundagurinn verða frábær!

desk and chair

Back to top
+

Back to stock notification

Estimated quantity

Alert has been set correctly

X