Veitingasvið IKEA samanstendur af fimm einingum sem eru veitingastaðurinn, kaffihúsið, IKEA bistro, sænska matarhornið og IKEA bakaríið. Á þessum stöðum er hægt að fá fjölbreytt úrval af réttum, kökum, matvælum og drykkjum sem flest eiga það sameiginlegt að tengjast matarhefð Svía. Kjörorð veitingasviðs er að bjóða upp á heiðarleg, ljúffeng matvæli og rétti á góðu verði.


Gríptu tækifærið

Tímabundinn réttur

Ýsa í orlý

með frönskum, hrásalati og remúlaði

1.395,-

Skoða nánar
Tímabundinn réttur

Kjúklingabyssa með kartöfluskífum

með kartöfluskífum, maísstöngli og piri-piri sósu

1.395,-

Skoða nánar

Sjálfbær matur í IKEA


Við kynnum ljúffenga rétti, einmitt fyrir þig.

Ertu grænkeri? Þá er heppnin með þér! Við kynnum ljúffenga rétti, einmitt fyrir þig.


Enduruppgötvun kjötbollunnar

Grænkerabollan er sönnun þess að minni kjötnotkun í framtíðinni getur verið alveg jafn ljúffeng, hvort sem þú elskar kjöt eða ekki. Hún inniheldur baunaprótín, kartöflur, lauk, hafra og epli, og er jafn safarík og bragðgóð og IKEA kjötbollan – án kjötsins. Í staðinn er kjötbragðinu náð með því að bæta við umami bragðtegundum eins og sveppum, tómötum og steiktu grænmeti.


Sænska matarhornið

Í sænska matarhorninu er hægt að fá ósvikna sænska matvöru til að taka með heim, bæði þurrvörur og frosin matvæli sem einfalt er að matreiða úr. Í versluninni er úrval af sætindum, eftirréttum og einnig girnilegt meðlæti sem setur punktinn yfir i-ið á sænskri máltíð.


Back to top
+
X