Heimurinn breytist á ógnarhraða, en við lítum bjartsýnum augum til framtíðar. Við erum þess fullviss að með tímanum muni sífellt fleiri geta gert daglegt líf sitt þægilegra. Sífellt fleiri hafa áhuga á að draga úr áhrifum sem þeir hafa á jörðina en margir vita í raun ekki hvernig á að gera það. Það krefst djarfra markmiða og skuldbindinga um að ráðast í tafarlausar aðgerðir en til þess þarf sameiningakraft, því ein manneskja getur ekki gert allt en öll getum við gert eitthvað. En til þess að gera þessa vegferð auðveldari einbeitum við okkur að fjórum lykilatriðum: orku, lofti, vatni og úrgangi.  

Fólk um allan heim vill lausnir sem gera lífið heilsusamlegra og sjálfbærara. Sjálfbærni er nauðsynleg fyrir okkur öll en hvað þýðir sjálfbærni fyrir okkur í IKEA? Við viljum hafa jákvæð áhrif á fólk, samfélög og jörðina. Fyrir okkur snýst það um að koma jafnvægi á hagvöxt og jákvæð samfélagsleg áhrif með umhverfisvernd. Við viljum uppfylla þarfir fólks án þess að skerða möguleika komandi kynslóða. Við viljum veita innblástur og gera eins mörgum og mögulegt er kleift að lifa sjálfbærara lífi á einfaldan og hagkvæman hátt. Við leggjum okkar af mörkum með hringrásarhugsun, orkuhlutleysi og með því að hafa jákvæð áhrif hvar sem við erum í heiminum. Til að gera þetta þarf að endurhugsa og hvetja til breytinga á lífsháttum og neyslu og tileinka sér ný vinnubrögð. Við erum staðráðin í að leiða veginn fram á við ásamt samstarfsfólki okkar, viðskiptavinum og samstarfsaðilum og að nota stærð okkar til að hafa jákvæð áhrif Þetta er bæði ábyrgð og viðskiptatækifæri. Því fleiri sem við náum til, því meiri áhrif getum við haft saman og gert daglegt líf þægilegra fyrir sem flesta. 


Umhverfisstefna, -skýrslur og siðareglur IKEA á heimsvísu


Skref í rétta átt

Sjálfbærari lífstíll getur falið í sér að draga úr úrgangi, spara orku og vatn og fara vel með hlutina sem þú átt nú þegar - þannig tekur þú þátt í að vernda umhverfið og jafnvel spara peninga um leið. Hvert skref sem þú tekur í átt að sjálfbærni er skref í rétta átt.
sorting
Skoðaðu nánar

Sjálfbærni á hverjum degi


IKEA vörur í umhverfisvottað húsnæði

Margar IKEA vörur eru samþykktar til notkunar í umhverfisvottuð húsnæði.
Vilji viðskiptavinir okkar kaupa vörur sem uppfylla kröfur umhverfisvottunarkerfa fyrir byggingar geta þeir fengið upplýsingar um hvaða vörur eru þegar samþykktar, og jafnvel óskað eftir að fá vöru bætt á lista vottunarkerfanna ef þess er óskað. Sem dæmi fyrir HPP og SCDP gagnagrunna Norræna Svansins væri upplýsingum skilað til Umhverfisstofnunar í samræmi við gildandi byggingarviðmið (nýbyggingar og endurbætur) og má þá í kjölfarið nota í verkefnum sem vinna eftir þeim viðmiðum án þess þó að varan væri Svansvottuð. Tiltækir listar hjá eigendum kerfanna eru því ekki tæmandi fyrir þær vörur IKEA sem standast þessar kröfur en aðeins yfirlit þeirra sem hafa farið í gegnum umsóknarferli.

IKEA vörur bera almennt ekki vottunarmerki um sjálfbærni eða gæði eins og tíðkast hjá sumum framleiðendum. Stærð keðjunnar og dreifing um allan heim ræður þar mestu um enda eru nánast öll vottunarkerfi staðbundin við eina álfu eða jafnvel minna landfræðilegt svæði eins og Norræni Svanurinn sem við þekkjum vel hér á landi. Í heiminum eru um 350 sjálfbærnivottunarmerki og af þeim eru yfir 230 sem gætu náð yfir starfsemi IKEA vörumerkisins. Hugmyndafræði IKEA er sú að vörumerkið sé gæðamerki út af fyrir sig þar sem vörurnar fara í gegnum strangt ferli sjálfbærni-, gæða- og öryggiskrafna á pari við þær sem vottunarmerki byggja á. Það er þó fjarri lagi að IKEA taki afstöðu gegn vottunum og treystir mikið á svokallaðar B2B-vottanir fyrir sína hráefnisbirgja, eins og FSC fyrir timburafurðir og MSC og ASC fyrir sjávarafurðir.

Vörur sem stuðla að sjálfbærni
Vörur IKEA stuðla flestar að aukinni sjálfbærni á einn eða annan hátt. Við vinnum okkur í átt að fyrirtæki sem byggir á hringrásarhagkerfinu þar sem ósnortnar auðlindir jarðar eru ekki undirstaðan í rekstrinum. Með því að minnka notkun hráefna án þess að það bitni á gæðunum, notkun endurunninna hráefna eins og plasts eða timburafurða, hönnun húsbúnaðar sem auðveldur er í endurnýtingu og endurvinnslu og mikilli takmörkun á hvaða efni eru heimil við framleiðsluna færumst við nær þeirri hugmyndafræði. Vörurnar okkar eru hannaðar og framleiddar af fólki sem treystir á sanngjörn, þýðingarmikil og sómasamleg störf sem styður við þeirra menningarheima og uppruna. Á milli hvítmálaðra kommóða finnum við litríkar og skapandi vörur sem sumar hverjar styrkja eða varðveita menningararfleifð þeirra sem á bak við hana standa og prýða milljónir heimila og fyrirtækja um allan heim. IKEA fylgir því eftir við birgjana sína um allan heim að þeir standist strangar kröfur sem settar eru fram í IWAY staðlinum og nær þannig að eiga samstarf við fyrirtæki með svipaða hugmyndafræði. Sjálfbærnin er ekki einföld en IKEA leitast við að finna sem flestar leiðir til að stuðla að sjálfbærni í sinni virðiskeðju. Þess vegna hefur verið auðsótt að fá vörur okkar samþykktar hjá umhverfisvottunarkerfum fyrir byggingar.

Þjónusta

Rafhleðslustæði IKEA

Við bjóðum viðskiptavinum upp á hleðslustæði fyrir rafbíla.

Lestu nánar hér

Rúllaðu á rafmagni!

Þú getur fengið rafsendibíl lánaðan hjá okkur.

Lestu nánar hér

Viltu losna við vörubrettið?

Nú þarftu ekki að hafa fyrir því að koma vörubrettinu í endurvinnslu.

Lestu nánar hér

Back to top
+

Back to stock notification

Estimated quantity

Alert has been set correctly

X