Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

Ábyrgð

 

Ending ábyrgðar 
Ábyrgðin gildir frá kaupdegi og í þann árafjölda sem gefinn er upp fyrir hverja vöru.

Hvað gerir IKEA til að leysa vandann? 
IKEA skoðar vöruna og tekur ákvörðun um hvort ábyrgðin gildi í hverju tilfelli fyrir sig. IKEA áskilur sér rétt til að úrskurða um það eins fljótt og auðið er eftir að vörunni er skilað. Ef ábyrgðin er í gildi ákveður IKEA hvort gert er við vöruna eða henni skipt út fyrir sömu vöru eða sambærilega. IKEA ber þá kostnað af viðgerð, varahlutum, vinnu og ferðum starfsfólks sem IKEA fær til viðgerðanna. Þetta á þó aðeins við ef varan er aðgengileg án þess að viðbótarkostnaður hljótist af. Þetta á ekki við í þeim tilfellum þar sem viðgerð hefur farið fram án heimildar IKEA. Allir gallaðir hlutar sem fjarlægðir eru við viðgerð eru eign IKEA. Ef varan er ekki lengur seld hjá IKEA verður viðskiptavini útveguð viðeigandi sambærileg vara. IKEA áskilur sér rétt til að ákveða hverju sinni hvað er viðeigandi og sambærileg vara.

Ábyrgðarskilmálar 
Ábyrgðin gildir frá kaupdegi í IKEA. Framvísa þarf upphaflegri kvittun sem staðfestingu á kaupum. Ábyrgðin gildir eingöngu fyrir þann aðila sem upprunalega kaupir vöruna. Hún færist ekki á milli eigenda.

Undantekningar 
Ábyrgðin gildir ekki um vörur sem hafa verið geymdar eða settar saman á rangan hátt, notaðar á óviðeigandi hátt, hlotið slæma meðhöndlun, verið breytt eða hreinsaðar með röngum efnum eða aðferðum. Ábyrgðin nær ekki yfir venjulega notkun, rispur eða skemmdir vegna óhappa eða högga. Ábyrgðin gildir ekki ef vara hefur verið geymd utandyra, í raka eða ef varan hefur verið notuð annars staðar en á heimilum (nema annað sé tekið fram). Ábyrgðin nær ekki yfir skaða vegna tilfallandi eða afleidds tjóns.

Umhirðuleiðbeiningar 
Til að viðhalda ábyrgðinni er nauðsynlegt að fylgja umhirðuleiðbeiningum fyrir hverja vöru. Þú færð nánari upplýsingar um umhirðu í versluninni og á heimasíðunni IKEA.is.

Almenn réttindi 
Þessi ábyrgð veitir þér tiltekin réttindi. Hún hefur á engan hátt áhrif á lagalegan rétt þinn. Geymdu kassakvittunina sem staðfestingu á kaupum. Hún er nauðsynleg til að ábyrgðir séu í gildi. Fáðu nánari upplýsingar um ábyrgðir í ábyrgðarbæklingunum í versluninni.

Umbúðalaust eða As-Is
er sá hluti verslunarinnar þar sem seldar eru vörur í misjöfnu ástandi. Þær eru samsettar vegna þess að þær hafa verið notaðar sem sýnishorn eða voru gallaðar/skemmdar. Þessar vörur eru seldar í því ástandi og ekki er hægt að skila þeim. Ef upp kemur galli á þessum vörum, sem tengist ekki útlitsgöllum eða skemmdum sem voru á vörunni við kaup, þá er 2 ára ábyrgð frá kaupdegi.


Baðherbergi

GODMORGON

10 ára ábyrgð

Hvað fellur undir þessa ábyrgð? 
Þessi ábyrgð nær aðeins til heimilisafnota og nær til galla í efni og framleiðslu á eftirfarandi vörum: GODMORGON húsgögnum, GODMORGON fótum, GODMORGON kössum með hólfum og kössum með loki.

Hvað fellur ekki undir þessa ábyrgð?
Ábyrgðin nær ekki til TOLKEN borðplatna

 

Handlaugar og baðherbergisblöndunartæki

10 ára ábyrgð

Hvað fellur undir þessa ábyrgð? 
Þessi 10 ára ábyrgð nær til allra handlauga og baðherbergisblöndunartækja og nema OLSKÄR. Öll hitastýrð blöndunartæki fyrir sturtu eru með 10 ára ábyrgð.

Ábyrgðin gildir aðeins fyrir heimilisafnot og nær yfir galla í efni og handverki.

Hvað fellur ekki undir þessa ábyrgð?
Sturtustangir, sturtuhausar, handsturtur og sturtubarkar eru með 3 ára ábyrgð

Meðfylgjandi vatnssparandi búnaður. 

Sjá einnig almenna ábyrgðarskilmála.


Eldhús

METOD skápar/eldhús

25 ára ábyrgð

Hvað fellur undir þessa ábyrgð?
Þessi ábyrgð nær aðeins til heimilisafnota. Ábyrgðin nær yfir eftirfarandi hluta METOD eldhúslínunnar:

 • Skápar

 • UTRUSTA lamir

 • MAXIMERA skúffur

 • UTRUSTA hillur úr hertu gleri og með þynnu

 • Fætur

Vörur sem falla ekki undir þessa ábyrgð:

 • Framhliðar

 • Klæðningar

 • Sökklar

 • Skrautlistar

 • Vaskar

 • Hnúðar

 • Höldur

 • Borðplötur

 • FÖRVARA skúffur eru með 10 ára ábyrgð.

Sjá einnig almenna ábyrgðarskilmála.

KNOXHULT eldhúslínan

KNOXHULT fellur ekki undir þessa ábyrgð

 

Heimilistæki

5 ára ábyrgð

Hvað fellur undir þessa ábyrgð?
Ábyrgðin nær til framleiðslugalla á heimilistækjum eða galla í efni sem koma í ljós eftir kaup í IKEA. Ábyrgðin nær aðeins til heimilisafnota. Allur kostnaður vegna viðgerða, aukahluta og flutninga verður greiddur á meðan ábyrgðin er enn í gildi, svo lengi sem tækið er aðgengilegt fyrir viðgerð án þess að aukakostnaður hljótist af. Leiðbeiningar Evrópusambandsins (Nr. 99/44/EG) og íslenskar reglur gilda um þessa skilmála. Hlutum sem skipt er út verða eign IKEA.

Hve lengi gildir ábyrgðin?
Þessi ábyrgð gildir í 5 ár frá þeim degi sem heimilistækið er keypt í IKEA. LAGAN og TILLREDA heimilistæki eru með 2 ára ábyrgð sem gildir einnig frá kaupdegi. Ef viðgerð fer fram á meðan ábyrgð er enn í gildi framlengist ábyrgðin ekki á heimilistækinu eða þeim hlutum sem skipt er út.

Hvaða heimilistæki falla undir þessa ábyrgð?
Öll IKEA heimilistæki eru með 5 ára ábyrgð, nema TILLREDA og LAGAN heimilistæki sem eru með 2 ára ábyrgð.

Hver annast þjónustuna?
Viðurkenndir þjónustuaðilar sjá um alla þjónustuna. Nánari upplýsingar er að finna hjá okkur í versluninni, í þjónustuveri í síma 520 2500 eða í þjónustuspjalli hér á vefnum.

Hvað fellur ekki undir þessa ábyrgð? 
Slit vegna almennrar notkunar. Skemmdir sem unnar eru viljandi eða óviljandi á tækinu, t.d. vegna vanrækslu, leiðbeiningum er ekki fylgt, rangrar uppsetningar, tengingar við ranga rafspennu, skemmda vegna efna, ryðskemmda, tæringar vegna ryðs eða vegna skemmda eins og kalkskemmda og skemmda sem verða vegna óeðlilegra aðstæðna. Vörur eins og rafhlöður og ljós. Hlutir sem eru til skrauts og annað sem hefur engin áhrif á venjulega virkni tækisins eins og rispur eða litabreytingar. Skemmdir sem orsakast af öðrum utanaðkomandi hlutum eða efnum þegar sápuhólf, sía eða afrennslisrör eru hreinsuð. Skemmdir á eftirfarandi hlutum: Keramíkgleri, fylgihlutum, hnífaparakörfum, að- og frárennslisrörum, þéttingu, ljósum og ljósahlífum, skjám, hnúðum, fóðringu eða hluta af fóðringu, nema hægt sé að sanna að skemmdirnar stafi af framleiðslugöllum. Tilfelli þar sem engin bilun finnst við skoðun viðgerðarmanns. Þegar viðgerðir fara fram hjá þjónustuaðilum sem IKEA hefur ekki valið og/eða viðurkennt, eða aðrir varahlutir notaðir sem eru ekki frá viðurkenndum þjónustuaðila. Viðgerðir sem þarf að framkvæma vegna rangrar uppsetningar þar sem ekki var farið eftir leiðbeiningum. Notkun tækisins annars staðar en á heimilum, þ.e. í einhvers konar atvinnustarfsemi. Skemmdir við flutninga. IKEA ber ekki ábyrgð á skemmdum sem geta orðið þegar viðskiptavinur flytur heimilistækið. Ef IKEA flytur heimilistækið heim til viðskiptavinar ber fyrirtækið ábyrgð á skemmdum (fellur undir aðra ábyrgð). Hafið samband við þjónustuver IKEA ef slíkar skemmdir eiga sér stað. Kostnaður við uppsetningu tækisins fellur ekki undir þessa ábyrgð.Þessar takmarkanir eiga ekki við um gallalausa uppsetningu þar sem notast er við upphaflega varahluti til að laga tækið að tæknilegum öryggiskröfum annars Evrópusambandslands. Sjá einnig almenna ábyrgðarskilmála.

 

Eldhúsblöndunartæki 

10 ára ábyrgð

Hvað fellur undir þessa ábyrgð? 
Þessi 10 ára ábyrgð nær til allra IKEA eldhúsblöndunartækja. Þessi ábyrgð gildir aðeins fyrir heimilisafnot og nær yfir galla í efni og handverki.

Hvað fellur ekki undir þessa ábyrgð?
Ábyrgðin gildir ekki ef blöndunartækin hafa verið notuð í tærandi umhverfi. Sjá einnig almenna ábyrgðarskilmála.


Svefnherbergi

Dýnur

25 ára ábyrgð

Hvað fellur undir þessa ábyrgð? 
Þessi ábyrgð nær til galla í efni og framleiðslu á eftirfarandi hlutum dýna og/eða rúmbotna frá kaupdegi:

 • Viðarrammar og gormar í boxdýnum

 • Gormar í gormadýnum

 • Svampkjarnar í svampdýnum

 • Viðarrammar og -rimlar í rimlabotnum

Vörur sem falla ekki undir þessa ábyrgð: 
Allar yfirdýnur: TALGJE, TROMSDALEN, TUDDAL, TUSSOY, TUSTNA, TISTEDAL auk JÄRNUDDA dýna. Barnadýnur og dýnur í svefnsófa. Sjá einnig almenna ábyrgðarskilmála.

 

PAX/KOMPLEMENT

10 ára ábyrgð

Hvað fellur undir þessa ábyrgð? 
Þessi ábyrgð nær aðeins til heimilisafnota og nær til galla í efni og framleiðslu á eftirfarandi PAX/KOMPLEMENT vörum: Skápum, hurðum, lömum, rennihurðabúnaði, skúffubrautum, hillum og fataslám.

Vörur sem falla ekki undir þessa ábyrgð: 
KOMPLEMENT innvols fyrir útdraganlegan bakka, KOMPLEMENT innlegg fyrir útdraganlegan bakka og KOMPLEMENT bakka, 3 í pk. Sjá einnig almenna ábyrgðarskilmála.


Skrifstofa

GALANT/BEKANT  

10 ára ábyrgð

Hvað fellur undir þessa ábyrgð? 
Ábyrgðin nær yfir galla í efni og handverki allra aðalhluta í GALANT/BEKANT línunni frá kaupdegi í IKEA. Sjá einnig almenna ábyrgðarskilmála.

MARKUS, VOLMAR, LANGFJÄLL og HATTEFJÄLL 

10 ára ábyrgð

Hvað fellur undir þessa ábyrgð? 
Ábyrgðin nær yfir galla í efni og framleiðslu á eftirfarandi hlutum: Stólgrind, stillingum. Sjá einnig almenna ábyrgðarskilmála.


Gólfefni

GOLV

15 ára ábyrgð

TUNDRA

10 ára ábyrgð

Hvað fellur undir þessa ábyrgð? 
Við ábyrgjumst að við eðlilega notkun muni gólfefnið ekki slitna í gegn, ekki upplitast vegna sólarljóss og að á því festist ekki blettir. Gólfefnin eru nothæft í öll herbergi heimilisins nema baðherbergi, raka kjallara eða herbergi með niðurfalli. Gólfefnið er einnig nothæft þar sem hóflegur umgangur er í atvinnuhúsnæði - ekki í verslunum.

Hvað fellur ekki undir þessa ábyrgð?
Ábyrgðin er ekki í gildi fyrir gólfefni sem hefur verið notað á óviðeigandi stöðum, sett upp eða notað á rangan hátt. Það á einnig við um gólfefni sem er meðhöndlað illa eða á rangan hátt, hefur verið breytt eða hefur verið þrifið á rangan hátt eða með röngum efnum. Eðlilegt slit vegna almennrar notkunar, rispur eða skemmdir vegna höggs eða óhappa. Þessi ábyrgð er ekki í gildi ef gólfefnið hefur ekki verið lagt samkvæmt leiðbeiningum frá IKEA. Þessi ábyrgð er ekki í gildi ef gólfefnið er lagt á aðra staði en þá sem IKEA mælir með. Ábyrgðin nær ekki yfir skaða vegna tilfallandi eða afleidds tjóns.

Sjá einnig almenna ábyrgðarskilmála.