Sumarið er alls konar! Þú þarft ekki að bíða eftir sólinni til að byrja að njóta. Hvort sem þú kemur til með að baða þig í sól eða fylgjast með regndropunum skoppa af gluggunum þá er það undir þér komið hvernig sumarið þitt verður. Viltu njóta með góðum vinum eða hafa það einstaklega huggulegt með góðri bók? Með smá hugmyndaflugi og réttu hlutunum þá getur þú notið sumarsins í botn.

Notalegt athvarf á litlum svölum

Útihúsgögn á svalir eða litla verönd þurfa að bjóða upp á sveigjanleika svo hægt sé að nýta rýmið sem best.Nýttu veggplássið vel með skápum og hillum. Blanda af opnum og lokuðum hirslum gerirr þér kleift að fela hluti sem þú vilt ekki að aðrir sjái. Borð og stólar sem hægt er að fella saman og setja til hliðar koma sér vel þegar þú vilt nýta plássið fyrir eitthvað annað – eins og morgunjóga?

Útihúsgögn

Í vöruúrvalinu okkar finnur þú útihúsgögn fyrir öll útsvæði. Allt frá nettum og léttum húsgögnum úr áli fyrir litlar svalir og stór og sterkbyggð húsgögn úr reyr eða gegnheilum við fyrir garðinn eða pallinn. Veldu húsgögn eftir þínum smekk og njóttu útiverunnar út í ystu æsar. Mundu eftir sólhlíf svo að þér líði vel á sólríkum dögum og bættu við ljósaseríum til að færa svæðinu huggulegt andrúmsloft á kvöldin.

Skoðaðu öll útihúsgögn

Vinsælar sumarlínur

Útisessur

Frískaðu upp á útihúsgögnin og gerðu þau enn þægilegri með fallegum og mjúkum sessum. Þú getur valið úr ólíkum litum og stílum og umbreytt útisvæðinu. Áklæðin eru seld sér og því getur þú breytt til eftir hentisemi.

Skoðaðu allar sessur og púða fyrir útihúsgögn

Útipúðar

Hvíldu höfuðið og horfðu upp til skýja – eða komdu þér vel fyrir á legubekk og fáðu þér smá „siesta“. Útipúðarnir eru afar notalegir, þeir hrinda einnig frá sér vatni og fölna ekki í sólinni. Taktu þægindin með þér út!

Innblástur fyrir útisvæði

Skoðaðu meira hér

Sumarstofa undir berum himni

Útisvæðið getur verið jafn notalegt og fallegt og stofan þín. Með því að blanda saman mottum og sólhlífum, fallegum textíl og hlýlegum við getur þú auðveldlega skapað notalega og náttúrulega aðstöðu, hvort sem þú ert komin út til að sötra morgunbollann, slaka á með vinum eða njóta kvöldsins. Útisvæðið verður þitt athvarf í allt sumar.

Skoðaðu öll útihúsgögn

Yfirbreiðslur fyrir útihúsgögnin

Þú stjórnar kannski ekki veðrinu en þú getur varið útihúsgögnin þín fyrir því. Yfirbreiðslur verja húsgögnin fyrir óhreinindum og raka, sama hvað móðir náttúra hefur að segja. Þær eru til í ólíkum stærðum fyrir allt frá legubekkjum að borðsettum. Vatnshrindandi yfirbreiðslur tryggja að þú getir notið útisvæðisins um leið og styttir upp.

Skoðaðu aukahluti og ábreiður fyrir útihúsgögnin

RUNNEN gólfklæðning

Gerðu svalirnar bæði notalegar og fallegar með hentugu útigólfklæðningunum okkar – auðvelt í uppsetningu og einfalt að taka í sundur! Gólfklæðningarnar fríska upp á útisvæðið og skapa fullkomna aðstöðu fyrir slökun eða máltíðina. Bættu við útimottu til að gera svæðið enn notalegra.


Garðhirslur

Um leið og sólin skín þá breytist allt – líka það sem þú þarft að hafa við höndina. Útihirslur koma skipulagi á garðinn eða pallinn og geyma ýmislegt, til að mynda aukapúða, garðverkfæri og fleira. Umbreyttu litlum svölum í gróðurríkt og notalegt athvarf með hentugum hillum.

Skoðaðu garðhirslur

Útieldhús

Hóaðu fjölskyldu og vinum saman og njóttu þess að elda undir berum himni. Í vöruúrvalinu okkar eru útieldhús og allt annað sem þarf til að búa til fullgert eldhús utandyra. Allt frá grillum, hjólavögnum og eldhúseyjum að smáhlutum eins og diskum og skálum til að bera fram matinn – beint af grillinu á matarborðið.

BÅTSKÄR

BÅTSKÄR línan er sveigjanleg og gefur þér það sem þú þarft til að sníða útieldhúsið að þínum þörfum

GRILLTIDER

Það er úrval af grillvörum í GRILLTIDER línunni sem draga fram meistarakokkinn sem býr innra með þér og gerir upplifunina enn skemmtilegri.

GRILLSKÄR

Stilltu upp útieldhúsinu, fíraðu upp í grillinu og bjóddu vinum, fjölskyldu og nágrönnum yfir í afslappaða sumarveislu!

Þinn eigin lystigarður

Hvort sem þú ert með litlar svalir eða rúmgóða verönd þá er dásamlegt að eiga sumarathvarf í náttúrulega fallegu umhverfi. Fram undan eru bjartir tímar og allt virðist lifna við, þar á meðal plönturnar.

Skoðaðu plöntur og potta

Út að leika

Á sumrin fjölgar leiksvæðunum svo um munar! Ávaxtasnarl og skemmtilegir leikir tryggja glens og gaman allan liðlangan daginn. Barnahúsgögnin eru sígild og endingargóð og því traustir leikfélagar barna um ókomin ár.

Notaleg sumarljós

Með vel ígrundaðri útilýsingu með réttri samsetningu útilampa, ljósa og strengjaljósa færðu notalega stemningu á svölunum eða veröndinni.

Skoðaðu útiljós og ljósaseríur



Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X