IKEA innkallar ákveðna VARMFRONT hleðslubanka vegna eldhættu


IKEA hvetur alla viðskiptavini sem eiga VARMFRONT hleðslubanka 10 400 mAh (tegundanúmer E2023) með dagsetninguna (ÁÁVV) 2313, 2316, 2318 eða 2319, eða VARMFRONT hleðslubanka 5 200 mAh (tegundanúmer E2037) með dagsetningunni (ÁÁVV) 2318, 2319 eða 2322, til að taka hann úr umferð, skila í IKEA og fá nýjan hleðslubanka eða endurgreiðslu.

IKEA vörur fara í gegnum áhættumat og ítarlegar prófanir til að tryggja að þær þoli mikla notkun á heimilum fólks og þær uppfylli gildandi kröfur og reglugerðir á markaðssvæðum þar sem IKEA er starfrækt.

Þrátt fyrir það höfum við verið upplýst um að ákveðnir VARMFRONT hleðslubankar geti valdið eldhættu vegna framleiðslugalla. Gallinn á aðeins við um vörur með framantöldum dagsetningum. Því innköllum við tilgreinda VARMFRONT hleðslubanka. Viðskiptavinir sem eiga umrædda vöru ættu að taka hana úr umferð og hafa samband við IKEA fyrir nýja vöru eða endurgreiðslu.

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X