IKEA innkallar LETTAN spegla til viðgerðar þar sem veggfestingarnar geta brotnað

IKEA hvetur viðskiptavini sem eiga LETTAN spegla sem falla undir þessa innköllun að taka þá niður og fá sendar nýjar festingar þeim að kostnaðarlausu.

Öryggi er alltaf efst á forgangslista IKEA og því hefur verið ákveðið að innkalla LETTAN spegla, með framleiðsludagsetningar til og með 2105 (ÁÁVV), til viðgerðar vegna hættu á að veggestingarnar brotni.

Við vöruþróun notast IKEA við strangt áhættumat og prófanir til að tryggja að vörurnar okkar standist öll gildandi lög og staðla á þeim mörkuðum þar sem þær eru seldar.

Þrátt fyrir þessar öryggisprófanir höfum við fengið upplýsingar um að veggfestingarnar fyrir LETTAN speglana eigi það til að brotna og speglarnir geta því dottið niður öllum að óvörum. Því hvetjum við alla sem eiga LETTAN spegla sem falla undir þessa innköllun að hætta notkun þeirra og fá sendar nýjar festingar án endurgjalds.

Vinsamlega hafðu samband við þjónustuverið okkar í síma 520 2500 eða netfangið IKEA@IKEA.is og fáðu nýjar festingar með vörunúmerinu 1392981 sendar til þín, þér að kostnaðarlausu. 

IKEA biðst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.

IKEA innkallar kolagráa ODGER skrifborðsstóla, framleidda til og með 2221 (áávv), vegna fall- og slysahættu.

IKEA hvetur viðskiptavini sem eiga kolgráan ODGER skrifborðsstól með framleiðsludagsetningu til og með 2221 (áávv), að taka hann úr notkun og skila í IKEA þar sem hann verður fullu endurgreiddur.

Öryggi er alltaf efst á forgangslista IKEA og því hefur verið ákveðið að innkalla kolgráa ODGER skrifborðsstóla með framleiðsludagsetningu til og með 2221 (áávv) þar sem hætta er á að fóturinn brotni með þeim afleiðingum að sá sem notar hann getur dottið og meiðst.
Við vöruþróun notast IKEA við strangt áhættumat og prófanir til að tryggja að vörur okkar standist öll gildandi lög og staðla á þeim mörkuðum þar sem þær eru seldar. Þrátt fyrir þessar öryggisprófanir höfum við fengið upplýsingar um að fóturinn á kolgráa ODGER skrifborðsstólnum með framleiðsludagsetningar til og með 2221 (áávv) geti brotnað.
IKEA hvetur alla sem eiga kolgráan ODGER skrifborðsstól með fyrrgreindum framleiðslustimplum til að hætta notkun þeirra, skila þeim í verslunina og fá að fullu endurgreitt. Kvittun er ekki skilyrði fyrir endurgreiðslu.

Nafn vöru og framleiðslustimpil er hægt að finna undir sætinu þar sem þau eru grafin í efnið.
Nánari upplýsingar eru veittar í þjónustuveri í síma 520 2500 og á IKEA.is.
IKEA biðst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.
 

Við innköllum METALLISK espressókönnu með öryggisventil úr ryðfríu stáli vegna slysahættu af völdum yfirþrýstings.

Við hvetjum viðskiptavini sem eiga METALLISK espressókönnu fyrir helluborð (0,4 l) með öryggisventil úr ryðfríu stáli, með framleiðsludagsetningar frá 2040 til 2204 (áávv), að taka hana úr notkun og skila í IKEA þar sem hún verður að fullu endurgreidd. Kvittun er ekki skilyrði fyrir endurgreiðslu.

Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda. 

Aftur efst
+
X