Við höldum eldhúspartý í IKEA á laugardaginn 20. september! Við bjóðum upp á skemmtilegan leik, ljúfa eldhústóna, alls konar smakk, kaffi og kleinur, litastöð fyrir börnin, ráðgjöf, spunaleik Improv Íslands og ýmislegt fleira! Við hlökkum til að sjá þig.
Kl. 10:30-12 Dögurður
Ljúffengur dögurður á aðeins 1.495.- á veitingastað IKEA.
Kl. 12–16 Ráðgjöf í búsáhaldadeild
Reynsluboltar í IKEA áhöldum og eldunarílátum bjóða upp á ráðgjöf í búsáhaldadeildinni.
Kl. 12–16 Matarsmakk
Komdu og bragðaðu á mat og drykk úr Sænska matarhorninu á ýmsum stöðum í versluninni.
Kl. 12–16 Laaangbesta borðið
Við stillum upp langborði á sjálfsafgreiðslulagernum. Fáðu þér sæti, kaffi og kleinu á meðan börnin leika sér og lita.
Kl. 13–15 Jazztríó
Jazztríóið spilar ljúfa eldhústóna á efri hæðinni.
Kl. 14–16 Improv Ísland
Spunaleikhópurinn Improv Ísland mætir í verslunina og skemmtir gestum og gangandi í hinum ýmsu sýningarýmum á efri hæð.
OMMJÄNGE vörulínan býður upp á skemmtilegar vörur úr sígildum efnivið eins og gegnheilli furu, ull, steinleir og gleri.
Settu sumarið í krukku með KÖSSEBÄR línunni. Þú getur geymt, varðveitt og deilt sumaruppskerunni og gert hverja árstíð örlítið sætari og sólríkari.
Fagnaðu nýjum og spennandi tímum og frískaðu upp á herbergið. Hvort sem þú vilt skapa vel skipulagða námsaðstöðu, þægilega svefnaðstöðu eða finna nýjar leiðir til að safna orku þá erum við með það sem þarf til að veita ungum námsmönnum góðan meðbyr fyrir nýtt skólaár.
MÄVINN vörurnar eru svo miklu meira en fallegir skrautmunir. Ef þú rýnir í þær sérðu framúrskarandi handverk úr nýstárlegu efni með skemmtilegum smáatriðum - sem eru ekki alltaf svo augljós við fyrstu sýn. Í hverja einustu vöru fléttast inn tækifæri, sjálfstraust og tilgangur fyrir þau sem þurfa mest á því að halda.
Gott upphaf veitir þér góðan meðbyr, hvort sem þú ert að flytja á stúdentagarða eða í fyrstu íbúðina. Sumar þarfir haldast óbreyttar: Þægileg námsaðstaða, notalegt rúm, sniðugar hirslur og leiðir til að viðhalda orkunni þegar það er mikið að gera í skólanum. Skoðaðu úrvalið og finndu innblásturinn fyrir nýtt skólaár.
Smelltu hér til að skoða fjölbreytt störf í boði hjá IKEA. Þú gætir fundið þitt framtíðarstarf!
IKEA býður upp á vandaða þjónustu við að hanna eldhús sem er sérsniðið að þínum þörfum og rýminu sjálfu.
Viltu fá fyrstu fréttir af tilboðum, nýjum og spennandi vörulínum og fleira? Skráðu þig á póstlistann okkar!
Komdu og kíktu á fjölbreytt úrval af réttum, kökum, matvælum og drykkjum. Við tökum vel á móti þér.
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn