Það hafa ekki allir mikið pláss eða pening fyrir stóru innbyggðu eldhúsi og sumir vilja bara einfalda og hagnýta lausn. Í vöruúrvali okkar má finna frístandandi smáeldhús eða eldhúskróka sem bjóða upp á allt sem þarf á skilmerkilegan hátt.
IKEA býður upp á vandaða þjónustu við að hanna eldhús sem er sérsniðið að þínum þörfum og rýminu sjálfu. Hvort sem þú vilt aðeins örlitla aðstoð eða mikla þá getur þú valið úr ýmsum þjónustuleiðum.
Sæktu þér innblástur og hannaðu draumaeldhús sem hentar þínum þörfum. Veldu úr fjölbreyttu úrvali af efni og lit og aðlagaðu eldhúsið að þínu rými, persónulegum stíl og fjárhag.
Kaupleiðbeininga- og uppsetningarbæklingarnir okkar fyrir eldhús einfalda þér valið á nýju eldhúsi. Þar finnur þú upplýsingar um allar vörurnar og hvernig best er að velja, versla og setja upp.
Við bjóðum upp á ókeypis teikniforrit þar sem þú getur leikið þér með hugmyndir þínar og séð hvernig eldhúsið kemur til með að líta út. Þú þarft ekki að hlaða niður neinum forritum, teikniforritin eru aðgengileg á vefnum okkar og því getur þú byrjað strax að teikna upp draumaeldhúsið þitt.
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn