Samsetningarþjónusta tákn

Flestar IKEA vörur eru hannaðar þannig að viðskiptavinurinn geti auðveldlega sett þær saman sjálfur. Þá verður sparnaðurinn mestur. Ef það hentar betur, getum við þó sett vöruna saman. Samsetningin fer fram í versluninni. Viðskiptavinurinn sér sjálfur um að flytja vöruna heim. Samsetning í verslun takmarkast af þyngd, stærð og viðkvæmni vörunnar.

 

Ekki er boðið upp á samsetningu á vörum sem eru breiðari en 90 cm, þyngri en 70 kg og hærri en 190 cm. Við setjum ekki saman eldhússkápa eða vörur sem eru með hlutum úr gleri. Boðið er upp á sófasamsetningar, fyrir utan þá sem eru með svefnsófagrind (bæði vegna þyngdar og erfiðleika við flutning).

 

Starfsfólk þjónustuborðs veitir nánari upplýsingar.

 

Verðskrá fyrir samsetningu

Verð á samsetningu er 5.000,- ef varan kostar minna en 20.000,- Eftir það nemur verð samsetningar 30% af verði vörunnar.


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X