Þitt fyrirtæki, á þinn hátt. Hvort sem þú ert að stofna nýtt fyrirtæki eða langar að breyta til og bæta getur þú leitað ráðgjafar hjá Fyrirtækjaþjónustu IKEA. Starfsfólk fyrirtækjaþjónustunnar getur veitt þér ráðgjöf og teiknað eldhúsið, baðherbregið og fleiri rými. 
Bókaðu ráðgjöf og/eða sendu inn pöntun með því að senda póst á sala@IKEA.is

Fyrirspurnir í síma 520 2500 milli kl. 11 og 12 virka daga. Athugið að ekki er tekið við pöntunum símleiðis.

Fáðu innblástur fyrir fyrirtækið þitt

IKEA fyrir fyrirtæki

Gistirými

Viltu vera hinn fullkomni gestgjafi? Þú sérð um ástríðuna, við sjáum um skipulagið! Skoðaðu fjölbreyttar lausnir sem við mælum með.


Húsgagnalínur fyrir fyrirtæki

Hér finnurðu borð og hirslur sem henta fyrir fyrirtækið.


Ein skrifstofa fyrir allt saman

Skrifstofan er annasamur staður. Þar er unnið, fundað, spjallað og svo þarf hirslur og góða vinnuaðstöðu. Þú þarft skrifstofu sem auðveldar flæðið en hindrar það ekki. Fáðu aðstoð hjá okkur við að hanna skrifstofu sem er fjölhæf, notadrjúg og hjálpar þér að ná fullum afköstum.

Skoðaðu skrifstofulausnir hér

Skrifborðsstólar

Hér finnurðu skrifborðsstóla sem henta fyrir fyrirtækið.

Skoðaðu alla skrifborðstóla hér

Öll aðstoðin sem þú þarft til að láta draumana rætast

Þarftu örlitla aðstoð við að klára verkefnið? Vilt þú kannski fá einhvern til að sjá um það fyrir þig? Ekkert mál. Skoðaðu allar þjónustuleiðirnar okkar hér á síðunni og þú getur hafist handa strax í dag!


Hannaðu skrifstofuna þína á vefnum

Njóttu þess að skipuleggja og teikna upp nýju skrifstofuna í teikniforritinu okkar. Forritið býður upp á búnað sem hentar bæði til notkunar á heimilum og í atvinnuskyni.


Innlit

Innlit í Alvotech

Þegar kemur að góðu vinnuumhverfi skiptir máli að hafa gott skipulag, gott aðgengi að hlutunum og að rýmið sé snyrtilegt. Fyrirtækjaþjónusta IKEA aðstoðar fyrirtæki af ýmsu tagi við að velja húsbúnað, halda utan um pantanir og taka saman vörur svo eitthvað sé nefnt.

Smelltu hér til að skoða

Innlit í ORF Líftækni

Hér getur þú skoðað eina af mörgum útkomum frá samstarfi Fyrirtækjaþjónustunnar við fyrirtæki. Í þetta skipti var það líftæknifyrirtækið ORF Líftækni sem óskaði eftir aðstoð við að innrétta ný húsakynni.

Smelltu hér til að skoða

Innlit í Skýið

Fyrirtækið Skýið nýtti sér kunnáttu starfsfólks IKEA, úr fyrirtækjaþjónustu, útstillingadeild og teikniþjónustu, við að innrétta nýtt skrifstofuhótel í Suðurhrauni í Garðabæ. Afraksturinn er hagnýtar og glæsilegar skrifstofur sem bjóða upp á skilvirkt og hlýlegt vinnuumhverfi.

´ Smelltu hér til að skoða

Innlit í EKOhúsið

Við fengum að líta inn í EKOhúsið í Síðumúla, en verslunin er nánast alfarið innréttuð með IKEA húsgögnum og smávörum. EKOhúsið er falleg verslun með áherslu á umhverfisvænar og náttúrulegar vörur. IKEA húsgögnin falla skemmtilega inn í rýmið og eru góður bakgrunnur fyrir vörurnar. Margrét, Hafrún og Þurý í EKOhúsinu gáfu okkur innsýn í ferlið og hér má sjá útkomuna.

´ Smelltu hér til að skoða

Aftur efst
+
X