IKEA („við“) virðir einkalíf þitt og einsetur sér að standa vörð um það samkvæmt persónuverndarskilmálunum fyrir IKEA appið („persónuverndarskilmálarnir“). Í þessum persónuverndarskilmálum útskýrum við hvernig við vinnum persónuupplýsingarnar þínar. Við einsetjum okkur að sýna gagnsæi með því að gefa þér skýrar upplýsingar um hvaða persónuupplýsingar við notum, hvers vegna, og hve lengi við geymum þær sem og lagalegan grundvöll fyrir vinnslu þeirra og annarra upplýsinga sem við þurfum að veita til að framfylgja gildandi lögum.

Efnisyfirlit:

  1. Hvaða persónuupplýsingum söfnum við og hvers vegna?
    1.1. IKEA aðgangur
    1.2. Vefverslun
    1.3. Tölfræðileg greining
    1.4. Bein markaðsskilaboð
    1.5. IKEA appið
  2. Hvernig söfnum við upplýsingum um þig?
  3. Hve lengi geymum við persónuupplýsingarnar?
  4. Hver hefur aðgang að persónuupplýsingunum?
  5. Hvernig stöndum við vörð um persónuupplýsingarnar?
  6. Þinn réttur
  7. Breytingar á persónuverndaryfirlýsingunni
  8. Hvernig hef ég samband?

1. Hvaða persónuupplýsingum söfnum við og hvers vegna?

Þegar þú notar vefverslunina eða IKEA öpp eða ef þú samþykkir að fá bein markaðsskilaboð gefur þú upp persónuupplýsingar sem við vinnum úr. Tegundir persónuupplýsinga sem við vinnum úr, tilgangur vinnslunnar og lagagrundvöllur er sem hér fer á eftir:

1.1 IKEA aðgangur

Tegundir persónuupplýsinga Lagalegur grundvöllur fyrir vinnslu upplýsinga
  • Netfang
  • Fornafn
  • Eftirnafn
  • Símanúmer
  • Lykilorð (dulkóðað)
  • Vörur í körfu og/eða í uppáhaldi
  • Aðgerðir á IKEA aðganginum
  • Kjörstillingarnar þínar (áskriftir, vildarklúbbar o.s.frv.)
  • Upplýsingar sem þú gefur upp þegar þú biður um að fá send bein markaðsskilaboð eins og tekið er fram í hluta 1.4
  • Upplýsingar um vefverslun eins og kemur fram í hluta 1.2
  • Upplýsingar úr tölvupóstum, þar á meðal efnislína, sendandi, viðtakandi og efni tölvupóstsins, til dæmis þegar þú stofnar IKEA aðgang, þegar við sendum þér staðfestingartölvupóst eða þegar þú biður um að fá gleymt lykilorð sent
  • Upplýsingar úr skilaboðum, þar á meðal efnislína, sendandi, viðtakandi og innihald, til dæmis þegar þú stofnar IKEA aðgang og við sendum þér staðfestingarkóða
Framfylgni og gerð samnings okkar við þig


Þú getur stofnað IKEA aðgang. Þegar þú gerir það vinnum við úr upplýsingunum þínum til þess að við getum búið til aðganginn og svo þú getir nýtt þér þá þjónustu sem fylgir aðganginum, þar á meðal vefverslunarþjónustu í umsýslu- og viðhaldstilgangi og einnig til að bera kennsl á þig þegar þú sendir inn fyrirspurnir, til að tilkynna þér um hvers kyns breytingar á skilmálum aðgangsins (persónuverndarskilmálum, almennum notkunarskilmálum o.s.frv.) eða til að hafa samband við þig í neyðartilvikum (ef vandamál varðandi aðganginn koma upp, eitthvað týnist o.s.frv.). Við vinnum líka úr ákveðnum persónuupplýsingum í tölfræðilegum tilgangi eins og kemur fram í hluta 1.3. Inni á IKEA aðganginum þínum getur þú séð úr hvaða persónuupplýsingum við vinnum, breytt upplýsingunum um þig, breytt stillingum varðandi bein markaðsskilaboð, þátttöku í leikjum og/eða samkeppnum eða tilboðum og notað vefverslunina eins og kemur fram í hluta 1.2. Til þess að stofna IKEA aðgang þarft þú að gefa upp persónuupplýsingar. Ef þú neitar að gefa upp persónuupplýsingar getur þú ekki stofnað IKEA aðgang. Með því að stofna IKEA aðgang staðfestir þú að þú sért 18 ára eða eldri og að persónuupplýsingarnar þínar séu nákvæmar og réttar. Ef upplýsingar eru rangar þarftu að lagfæra þær tafarlaust.

1.2 Vefverslun

Tegundir persónuupplýsinga Lagalegur grundvöllur fyrir vinnslu upplýsinga
  • Upplýsingar um IKEA aðgang eins og kemur fram í hluta 1.1
  • Karfa
  • Heimilisfang/-föng sem vörur eru sendar á (ef þú velur sendingarþjónustu)
  • Hvert þú sækir vörurnar
  • Greiðsluupplýsingar (þar á meðal reikningsnúmer)
  • Pantanirnar þínar
  • Kvittun og önnur gögn sem varða kaupin (reikningur með virðisaukaskatti o.s.frv.)
  • Undirskriftir (t.d. þegar vörur eru sendar eða tekið er á móti þeim)
  • Upplýsingar um skilavörur
Framfylgni og gerð samnings okkar við þig


Ef þú stofnar IKEA aðgang getur þú nýtt þér þjónustu vefverslunar. Í þessu tilfelli, í þeim tilgangi að efna skilmála vefverslunar IKEA, vinnum við úr persónuupplýsingunum þínum til að þú getir verslað í vefverslun okkar (pantað, greitt og fengið reikning með virðisaukaskatti fyrir vörunum og/eða þjónustunni, séð samantekt yfir vörurnar o.s.frv.), til þess að við getum sent þér vörurnar eða í neyðartilfellum (ef upp koma vandamál varðandi pöntunina) svo við getum haft samband við þig símleiðis. Við þurfum að hafa netfangið þitt og símanúmer til þess að gefa þér stöðu pöntunarinnar, áætlaða dagsetningu til að sækja vörurnar eða fá þær sendar, til að senda þér bráðabirgðastaðfestingar, til dæmis staðfestingu á að greiðslan hafi farið í gegn, greiðsluskjöl (reikning með virðisaukaskatti o.fl.) og til þess að bera kennsl á þig þegar þú leggur fram fyrirspurnir varðandi pöntunina þína. Enn fremur þarf að vinna persónuupplýsingarnar þínar í tölfræðilegum tilgangi eins og kemur fram í hluta 1.3. Til þess að versla í vefverslun þarft þú að samþykkja skilmála vefverslunar IKEA á Íslandi (samningur milli þín og okkar) og gefa upp persónuupplýsingarnar þínar. Ef þú samþykkir ekki skilmálana eða gefur ekki upp persónuupplýsingar getur þú ekki verslað í vefversluninni. Ef þú kaupir vörur og/eða þjónustu í vefverslun fyrir annan einstakling eða í nafni annars einstaklings þarft þú að láta þann einstakling vita og fá samþykki hans til að gefa okkur upp persónuupplýsingar hans og tryggja að sá einstaklingur hafi kynnt sér og skilið persónuverndarskilmálana. Framangreindar upplýsingar um þennan einstakling eru notaðar eins og fjallað er um í þessum hluta. Ef þú vilt skila vörum sem þú verslar í vefverslun eða ef þú dregur samþykki þitt fyrir skilmálunum til baka vinnum við úr upplýsingum í þeim tilgangi að skila eða skipta vörunum eða endurgreiða þér. Ef þú sendir körfu úr vefverslun í tölvupósti eða ef við sendum þér tilkynningu um vörur í körfu eða tilkynningu um vörur sem eru komnar aftur verða persónuupplýsingarnar þínar meðhöndlaðar eins og kemur fram í hluta 1.4. Fyrir frekari upplýsingar um greiðsluþjónustuaðila sem er þriðji aðila í gegnum vefverslun og hvernig þeir vinna persónuupplýsingar má finna í persónuverndarskilmálum þeirra.

1.3 Tölfræðileg greining

Tegundir persónuupplýsinga Lagalegur grundvöllur fyrir vinnslu upplýsinga
  • Aldur
  • Land
  • Upplýsingar um hvort þú eigir börn yngri en 12 ára
  • Borg
  • Tungumál
  • Pantanirnar þínar
  • Vörur í körfu
  • Vörur í uppáhaldi
  • Upplýsingar um skilavörur
Lagalegir hagsmunir okkar felast í því að safna tölfræðilegum gögnum og útbúa skýrslur í þeim tilgangi sem fram kemur hér fyrir neðan.


Við meðhöndlum einnig persónuupplýsingar með sjálfvirkum hætti í tölfræðilegum tilgangi. Til dæmis greinum við hvaða vörum var bætt við óskalistann (vörur í uppáhaldi) því þær upplýsingar hjálpa okkur að öðlast almenna yfirsýn yfir IKEA viðskiptavini sem við notum þegar við búum til markaðsherferðir og það að þekkja þarfir viðskiptavina IKEA auðveldar okkur að bæta vörur okkar og þjónustu. Aðgerðir tölfræðilegrar greiningar hafa engin lagaleg áhrif eða svipuð marktæk áhrif.

1.4 Bein markaðsskilaboð (tilboð, kannanir, viðburðir o.fl.)

Tegundir persónuupplýsinga Lagalegur grundvöllur fyrir vinnslu upplýsinga
  • Nafn
  • Netfang
  • Rakning tölvupóstsendinga (t.d. upplýsingar um hvort fréttabréf var lesið, hvenær og hve oft (eða opnað), hvort það var áframsent, hvaða stýrikerfi var notað, hvaða tölvupóstþjónusta og hvar)
  • Vörur í körfu
  • Vörur í uppáhaldi
  • Pantanirnar þínar
  • Land
  • Kjörstillingarnar þínar (þ.m.t. samskiptaleiðir)
  • Óskalisti
  • Innblástur
  • Upplýsingar tengdar samskiptum, þar á meðal samskiptaleið, efnislína, sendandi, viðtakandi og innihald

Valkvætt:

  • Kyn
  • Börn yngri en 12 ára búsett á heimilinu
  • Borg
  • Tungumál
  • Fæðingardagur og -mánuður
  • Áhugamál þín
Við vinnum úr persónuupplýsingum vegna beinna markaðsskilaboða að gefnu samþykki þínu. Það eru lögmætir hagsmunir okkar að veita þér vörur og/eða þjónustu sem mæta þínum þörfum og til þess notum við takmarkaða gerð persónusniðs (e. limited profiling).


Ef þú veitir samþykki fyrir því að fá bein markaðsskilaboð veitum við þér upplýsingar um vörur okkar og þjónustu, tilboð og kynningartilboð, tilkynningar um vörur sem eru komnar aftur og ef vörur eru ennþá í körfu í vefverslun. Ef þú áframsendir körfu með vörum í eða tilkynningu um vörur sem eru komnar aftur í netfang annars einstaklings þarft þú að láta þann einstakling vita og fá samþykki hans fyrir því að við fáum persónuupplýsingar hans og tryggja að sá einstaklingur hafi kynnt sér og skilið persónuverndarskilmálana. Framangreindar upplýsingar um þennan einstakling eru notaðar eins og fjallað er um í þessum hluta. Stundum bjóðum við þér á sérstaka viðburði eða bjóðum þér að taka þátt í leikjum eða könnunum, til dæmis getum við spurt þig hvaða vörur þér líst vel á, hvers vegna þú kaupir ákveðna vöru eða hvernig draumaheimilið þitt lítur út. Þetta er til þess að kynnast þínum þörfum betur og til að sérsníða vöruúrval okkar fyrir þig. Þessar upplýsingar getur þú valið um að gefa upp og þú þarft ekki að svara þessum könnunum eða taka þátt í viðburðum eða leikjum. Ef þú samþykktir að fá bein markaðsskilaboð í tölvupósti rekjum við tölvupóstsendingar, til dæmis hvort fréttabréf var lesið, hvenær og hve oft (eða opnað), hvort það var áframsent, hvaða stýrikerfi var notað og hvaða tölvupóstþjónusta var notuð og staðsetning. Þetta er til þess að við getum vitað hvort upplýsingarnar sem við sendum þér séu viðeigandi. Að auki, ef þú hefur gefið upp aðrar valkvæðar persónuupplýsingar, getum við sent þér sérstök bein markaðsskilaboð sem henta þínum þörfum með takmarkaðri gerð persónusniðs (e. limited profiling), þ.e. byggt á kyni þínu, borg, hvort þú búir með börnum yngri en 12 ára, vörum í körfu, óskalista, pöntununum þínum o.fl. Þessi sérsniðnu markaðsskilaboð eru ekki tilboð en þeim er beint að ákveðnum viðskiptavinahópi. Þú getur sagt upp áskriftinni að beinum markaðsskilaboðum í stillingum IKEA aðgangsins þíns, með því að smella á hlekk í tölvupóstunum (einungis staðlaður tölvupóstur frá okkur) eða með því að hafa samband við okkur með leiðunum sem eru nefndar í lok þessara skilmála. Með því að skrá þig í áskrift að beinum markaðsskilaboðum staðfestir þú að persónuupplýsingarnar þínar séu réttar og að þú sért 18 ára eða eldri.

1.5 IKEA appið

Tegundir persónuupplýsinga Lagalegur grundvöllur fyrir vinnslu upplýsinga
  • Tæknilegar upplýsingar tengdar IKEA appinu og tækinu (t.d. tegund tækis, stýrikerfi og útgáfur þess, auðkennisnúmer tækis o.s.frv.)
  • Upplýsingar um notkun þína á IKEA appinu (t.d. dagsetning síðustu innskráningar)
  • Óskalisti
  • Áhugamál þín
  • Innblástur
  • Leitarsaga
  • Upplýsingar tengdar auglýsingum
  • Upplýsingar varðandi það þegar appið frýs
  • Upplýsingar sem safnað er með vafrakökum

Ef þú gafst sérstakt leyfi fyrir eftirfarandi:

  • Tilkynningar
  • Upplýsingar um staðsetningu
  • Aðgangur að myndavél

Uppfylling samnings okkar við þig

Einnig er nauðsynlegt að vinna upplýsingarnar til að tryggja lagalega hagsmuni okkar til að meta og bæta IKEA appið.

Samþykki þitt vegna sérstakra leyfa


Við vinnum úr persónuupplýsingunum þínum til þess að þú getir notað IKEA appið, svo við getum tryggt að stjórnun þess, virkni og eiginleikar þess virki sem skyldi. Til þess að virka sem skyldi þarf IKEA appið að hafa aðgang að ákveðnum upplýsingum í tækinu þínu, t.d. þegar þú sækir IKEA appið fær það aðgang að eftirfarandi upplýsingum um tækið: tegund, stýrikerfi og útgáfur þess ásamt auðkennisnúmeri tækisins. Ef þú gefur til þess leyfi (samþykki) getur IKEA appið fengið aðgang að myndavél tækisins, upplýsingum um staðsetningu o.s.frv. Þú getur haft umsjón með þessum leyfum í IKEA appinu eða stillingunum í snjalltækinu. Ef þú gefur okkur leyfi til að senda þér tilkynningar í snjalltæki veitum við þér upplýsingar um breytingar á skilmálum og persónuskilmálum IKEA appsins og breytingar á afgreiðslutíma. Til þess að við getum sent þér tilkynningar sem höfða til þín gætum við notað sjálfvirka greiningu þessara upplýsinga. Þessi greining hefur engin lagaleg eða önnur marktæk áhrif á þig. Til þess að tryggja lagalega hagsmuni okkar notum við einnig framangreindar persónuupplýsingar til að fá gögn um hvernig IKEA appið er notað og við gerum ráðstafanir til að bæta og þróa appið. Við notum vafrakökur í IKEA appinu. Þú getur fundið greinargóðar upplýsingar um þetta í vafrakökustefnu IKEA. Ef þú samþykkir ekki að unnið sé úr persónuupplýsingunum þínum eins og lýst er hér fyrir ofan skaltu ekki hala niður eða ná í IKEA appið og ef þú hefur halað niður eða sótt appið án þess að lesa þessa persónuverndarskilmála skaltu eyða IKEA appinu úr tækinu þínu tafarlaust. Án samþykkis þíns á þessari meðhöndlun og söfnun persónuupplýsinga getum við ekki veitt þér aðgang að IKEA appinu. Athugaðu að með því að eyða/fjarlægja appið eyðir þú ekki IKEA aðganginum og við höldum áfram að vinna persónuupplýsingarnar þínar samkvæmt framangreindum skilyrðum nema þú eyðir IKEA aðganginum þínum eða ef geymslutímabil fyrir upplýsingarnar þínar sé liðið.

2. Hvernig söfnum við upplýsingum um þig?

Þegar þú stofnar og notar IKEA aðganginn þinn, notar vefverslunina, hefur samband við okkur, notar IKEA appið eða aðra þjónustu, ef þú samþykkir að fá send bein markaðsskilaboð o.s.frv., gefur þú upp persónuupplýsingar sem við vinnum úr. Þegar þú greiðir í vefverslun fáum við greiðsluupplýsingarnar þínar frá bankanum. Við getum líka fengið upplýsingar um þig frá notanda vefverslunarinnar ef sá einstaklingur pantar vörur eða þjónustu þar fyrir þig eða í þínu nafni eða sendir þér körfuna eða tilkynningu þegar vara kemur aftur, í tölvupósti með þínu samþykki.

3. Hve lengi geymum við persónuupplýsingarnar?

Við geymum persónuupplýsingar aðeins í þann tíma sem þörf krefur til að uppfylla tilgang vinnslunnar eins og greint er frá í persónuverndarskilmálunum. Upplýsingar úr IKEA aðganginum eru geymdar til þess dags þegar þú eyðir aðganginum eða eins lengi og þörf krefur til að uppfylla tilgang vinnslunnar.

4. Hver hefur aðgang að persónuupplýsingunum?

Við birtum persónuupplýsingarnar þínar þessum aðilum:

a) Fyrirtæki sem við störfum með

Fyrirtæki sem veita okkur þjónustu, t.d. vinnsluaðilar gagna þurfa að hafa aðgang að persónuupplýsingum, þ.e.: 1) fyrirtæki sem sjá um viðhald og þjónustu vegna tölvukerfa, fyrirtæki sem veita upplýsingatæknikerfi og/eða -lausnir. Þessi fyrirtæki vinna persónuupplýsingar innan Evrópusambandsins/Evrópska efnahagssvæðisins og Bandaríkjanna. Gögn til Bandaríkjanna þurfa að vera send á grundvelli undirskrifaðra samningsákvæða ESB. 2) fyrirtæki sem veita okkur greiningarþjónustu. Þessi fyrirtæki meðhöndla persónuupplýsingar innan ESB/EES og Bandaríkjanna. Þegar gögn eru flutt til Bandaríkjanna þarf það að vera á grundvelli undirskrifaðra samningsákvæða ESB. Þessi fyrirtæki eru skyldug til að standa vörð um persónugögn þín og nota þau ekki í óheimilum tilgangi og tryggja að þjónustuaðilar þeirra geri slíkt hið sama.

b) Annað

Ef upp koma deilur eða tryggingamál flytjum við persónuupplýsingarnar þínar til lögfræðinga þinna og/eða tryggingafélags. Þegar þú verslar í vefverslun og velur að fá heimsendingu flytjum við jafnframt persónugögnin sem eru nauðsynleg fyrir sendingu til fyrirtækja sem annast sendingarþjónustu. Þegar þú greiðir í vefverslun flytjum við persónuupplýsingar þínar tengdar pöntuninni til greiðsluþjónustuaðilans og þjónustuaðilans sem veitir greiðslugáttina.

c) Opinberar stofnanir og aðrir einstaklingar sem framkvæma lagalegar aðgerðir

Við flytjum persónuupplýsingarnar þínar til opinberra stofnana og annarra einstaklinga sem framkvæma lagalegar aðgerðir til að uppfylla lagalegar skyldur eða til að geta stofnað, haft uppi og varið réttarkröfur.

5. Hvernig stöndum við vörð um persónuupplýsingarnar þínar?

Við gerum ýmsar tæknilegar og skipulagslegar öryggisráðstafanir til að vernda persónuupplýsingarnar þínar gegn ógnum: eyðingu, tapi, breytingum, óheimilum aðgangi og afhjúpun. Persónuupplýsingarnar þínar eru geymdar á öruggan hátt og eru aðgengilegar takmörkuðum fjölda einstaklinga.

6. Þinn réttur

Þú hefur eftirfarandi réttindi:
a) réttur til aðgangs – þú hefur rétt til að vita hvaða persónuupplýsingar við höfum um þig og hvers vegna, og rétt til að fá aðgang að persónuupplýsingunum þínum sem við tökum til úrvinnslu. Þess vegna gefum við þér upplýsingar um meðhöndlun persónuupplýsinga í þessum persónuverndarskilmálum. Ef þú hefur einhverjar spurningar eða ef þú vilt frekari upplýsingar um hvaða upplýsingum um þig við vinnum úr er þér alltaf velkomið að hafa samband við okkur og við veitum þér frekari upplýsingar;
b) réttur til leiðréttingar – ef þú telur að upplýsingarnar sem við höfum um þig séu rangar getur þú krafið okkur um að lagfæra þær. Þú getur einnig leiðrétt persónuupplýsingar inni á IKEA aðganginum.
c) réttur til eyðingar – í ákveðnum tilfellum hefur þú rétt til að krefja okkur um að eyða persónuupplýsingunum þínum úr skrám okkar. Þetta getur þú til dæmis gert ef þú telur að ekki sé lengur þörf á að geyma upplýsingarnar. Eða ef þú hefur nú þegar gefið okkur leyfi getur þú ákveðið að draga þær til baka. Þetta á ekki við ef úrvinnsla upplýsinganna er nauðsynleg til að beita rétt til tjáningarfrelsis og upplýsingafrelsis, til að fullnægja lagaskyldu eða til að geta stofnað, haft uppi og varið réttarkröfur;
d) réttur til að fá afhent gögn eða áframsenda þau til annars fyrirtækis í ákveðnum aðstæðum (þekkt sem réttur til að flytja eigin gögn). Þetta á við þegar úrvinnsla gagna er háð þínu samþykki eða samkvæmt samningi og þegar unnið er úr gögnum með sjálfvirkum hætti;
e) réttur til að takmarka gagnavinnslu – þú hefur rétt til að krefja okkur um að takmarka gagnavinnslu í tilteknum aðstæðum. Þetta felur í sér að við höldum áfram að geyma upplýsingarnar en hættum vinnslu þeirra tímabundið. Ástæður þínar fyrir þessu gætu til dæmis verið að þú hafir beðið okkur að lagfæra upplýsingar um þig og vilt að við hættum gagnavinnslu þar til upplýsingarnar hafa verið leiðréttar;
f) réttur til að mótmæla – þú hefur rétt til að mótmæla meðferð á persónuupplýsingum þínum og upplýsingum sem eru notaðar í tengslum við bein markaðsskilaboð, þar á meðal gerð persónusniðs, ef þær eru notaðar í tengslum við lagalega hagsmuni okkar eða þriðja aðila. Þú getur mótmælt ef þú telur að þínir persónulegu hagsmunir séu okkar hagsmunum yfirsterkari;
g) réttur til að draga samþykki þitt fyrir gagnavinnslu til baka hvenær sem er.

Ef þú óskar eftir að beita ofangreindum réttindum skaltu hafa samband við okkur með upplýsingunum sem koma fram í lok þessara skilmála.

Þú getur einnig sent inn kvörtun til Persónuverndar ef þú telur að gagnavinnsla persónuupplýsinga fari fram með ólögmætum hætti.

7. Breytingar á persónuverndarskilmálum

Við förum reglulega yfir persónuverndarskilmálana. Þessir persónuverndarskilmálar voru síðast uppfærðir 4. maí 2022.

8. Hvernig hef ég samband?

Ef þú ert með spurningar varðandi meðhöndlun persónuupplýsinganna þinna, beiðnir til okkar eða ef þú vilt gefa okkur álit þitt getur þú haft samband við okkur í síma 520 2500 eða sent okkur tölvupóst á personuvernd@IKEA.is.


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X