Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar
Hafðu það gott á baðherberginu.

Gerðu baðherbergið að notalegum stað

Baðherbergið þjónar fjölbreyttu og mikilvægu hlutverki á hverjum degi. Hér eru nokkrar hugmyndir sem gera þér kleift að fullnýta baðherbergið á sama tíma og þú getur gert það að nærandi og notalegum stað.

Staður fyrir hreinlætisvörur með innbyggðri loftræstingu.

Notaðu stöng og sturtuhengi til að búa til afmarkað svæði fyrir hreinlætisvörur – þá eru þær innan handar en þó ekki sýnilegar. Að auki leikur loft um þær og því myndast síður raki.

Láttu moppuna hverfa

Komdu skipulagi á ræstingavörurnar þannig að auðvelt sé að nálgast þær og skila þeim aftur. Þegar þú þarft ekki á þeim að halda getur þú dregið sturtuhengið fyrir.

Einfalt en áhrifamikið

Slá eða snagi sem hleypir lofti að handklæðinu heldur því fersku lengur. Handklæðið þornar hraðar og þú þarft sjaldnar að þvo það.

Róandi yfirbragð

Þó þú sért með mikið af hlutum á baðherberginu þurfa þeir ekki allir að vera lokaðir inni í skáp. Margir hlutir nýtast betur í opinni hirslu þar sem þeir eru innan seilingar og að auki geta þeir sett ákveðinn svip á baðherbergið. Bættu við plöntu eða tveimur til að færa rýminu róandi yfirbragð – þær eiga eftir að elska raka loftið.

Flokkaðu óreiðuna

Skápur kemur sér vel til að fela óreiðuna en þú getur þó gengið skrefinu lengra og flýtt fyrir þér með því að flokka baðherbergishlutina. Notaðu kassa og litlar hirslur til að búa til sett fyrir förðunarrútínuna, dekur eða hvað sem er.

Framlenging á baðherberginu

Þó að baðherbergið sé tilvalinn staður fyrir slökun og einveru þá er raunin sú að það er yfirleitt einn erilsamasti staður heimilisins. Dragðu úr stressi og nýttu tímann betur með því að búa til lítið horn sem nýtist sem framlenging á baðherberginu – ávallt ólæst og aðgengilegt.