Við viljum fá betri innsýn í heimili viðskiptavina okkar og sýna lausnir í versluninni sem endurspegla þarfir þeirra enn betur. Við leitum að heimilum sem endurspegla fjölbreyttan hóp IKEA viðskiptavina; fólk sem býr eitt, barnafjölskyldur, eldra og yngra fólk í sambúð án barna og fólk af erlendum uppruna. Við erum ekki endilega að leita eftir heimilum sem hæfa glanstímaritum og tilgangurinn er ekki að veita skipulags- eða innanhússráðgjöf.
Ef þú býrð á höfuðborgarsvæðinu og langar að bjóða okkur í heimsókn þá viljum við endilega fá póst frá þér á netfangið: heimsokn@ikea.is. Í póstinum viljum við gjarnan fá:
Við áætlum að heimsóknir verði á næstu vikum. Nánari tímasetning verður valin í samráði við valda þátttakendur. Við gerum ráð fyrir því að hver heimsókn taki um tvo klukkutíma og í þakklætisskyni færum við þér inneign í IKEA að andvirði 30.000 kr.
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn