Með SKYTTA rennihurðum getur þú auðveldlega skapað pláss, skipt upp herbergi, lokað fyrir fataherbergi eða hvað sem þér dettur í hug. Hurðirnar er hægt að festa í loft og gólf og þess vegna er auðvelt að nota þær á ýmsum stöðum á heimilinu.

Sæktu kaupleiðbeiningar hér

SKYTTA hurðirnar eru auðveldar í notkun

Hurðirnar samanstanda af römmum og panelum sem hægt er að setja saman eins og hentar. Grindur og brautir fyrir hurðirnar fást í hvítu, svörtu og állit, en einnig er hægt að nota PAX hurðir með þeim.

Fyrsta skref: Taktu mál

Byrjaðu á því að mæla hæðina á að minnsta kosti þremur stöðum því loftið og/eða gólfið getur verið ójafnt. Það er mikilvægt að mæla nákvæmlega staðinn sem þú vilt festa hurðirnar, sérstaklega ef hurðirnar eru festar við hallandi loft.

Annað skref: Láttu þær passa

Athugaðu að rammarnir bæta allt að níu cm við hæð hurðanna. Ramminn sem er festur við loftið getur bætt við eða dregið frá +/- 0,6 cm Ef það vantar einungis fáa cm við hæðina er hægt að „lækka“ lofthæðina með aðstoð brautanna fyrir rennihurðarramma í loftinu. Þær fást ekki í IKEA. Ef það er mikið bil á milli rennihurða og lofts getur þú notað SKYTTA loftfestingu til að minnka hæðina og klæðningu sem hægt er að mála svo hún passi restinni af herberginu. Þú getur einnig haft samband við fagmann til að vera viss um að þetta smellpassi.

Þriðja skref: Láttu breiddina passa.

Hurðirnar fást í tveimur breiddum: 77 og 102 cm og hægt er að raðað þeim saman eins og þú vilt. Þú staðsetur þær hlið við hlið svo þær skarist og þá myndast ekki bil á milli þeirra. Þar af leiðandi er heildarbreidd SKYTTA samsetningarinnar örlítið minni en heildarbreidd hurðanna. Ef rýmið er þröngt er möguleiki á breiðari skörun. Athugaðu að aftari hurðin sést í gegnum þá fremri ef þú velur gegnsæjar hurðir.

Fjórða skref: Fjöldi brauta

Þú þarft að hafa braut bæði í lofti og á gólfi. Hver braut er 200 cm löng og það er hægt að setja þær saman og stytta svo lengdin passi. Ef þú hefur valið tvær, fjórar eða fleiri hurðir, mælum við með því að þú notir tvöfalda braut. Ef þú ert með þrjár hurðir mælum við með að nota þrefalda braut svo hægt sé að ýta hurðunum öllum á sama stað þannig að opið verði sem breiðast. Hafðu í huga að loftfestingin er dýpri en gólffestingin vegna listans. Tvöfalda brautin bætir 8,1 cm á dýptina og þrefaldar brautir bætir 12,2 cm við.

Fimmta skref: Bættu stoppara við samsetninguna

Bættu við stoppara til að setja ramma í kringum rennihurðirnar ásamt því að verja vegginn. Stoppara er hægt að setja yfir gólflista. SKYTTA stoppari fæst í hvítu og í tveimur breiddum til að passa á brautirnar. Hann er 1,8 cm þykkur og 240 cm hár en þú getur skorið hann í þá lengd sem hentar.

Sjötta skref: Hannaðu þína eigin samsetningu í teikniforritinu

Þegar þú hefur lokið við að mæla og ert með einhverja hugmynd um hvaða samsetning hentar þér getur þú hannað hana í teikniforritinu. Þar gerir þú þér betur grein fyrir því hvernig hún kemur til með að líta út. Í forritinu getur þú sett vörurnar í körfuna og fest kaup á þeim í vefversluninni. Í teikniforritinu eru einnig leiðbeiningar sem sýna ítarlega uppsetningu á SKYTTA.

Opna teikniforrit

Vörur sem þú skoðaðir síðast

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X