Við erum félagsverur og því er mikilvægt að vera innan um fólk en þó er jafn mikilvægt að fá að vera í einrúmi af og til. Það er misjafnt hvernig fólk kúplar sig út og kjarnar sig og því hefur þessi sex manna fjölskylda búið sér til heimili þar sem þau geta öll notið þess að vera í ró og næði, slakað á og hlaðið batteríin á sinn hátt. 

Bókaðu tíma í slökun

Hér er mikið um að vera og því oft erfitt að finna tíma út af fyrir sig. Morgnarnir eru foreldrunum dýrmætir. Parið vaknar aðeins fyrr og nær sér í nokkrar aukamínútur til að gera sig til áður en krakkarnir koma á fætur eða jafnvel til að spjalla upp í rúmi með tebolla og krossgátur. Óviðkomandi

Óviðkomandi aðgangur bannaður!

Stór fataskápur er draumur flestra fagurkera en þessi táningur hefur þó engan áhuga á slíku. Í skápnum eru ekki föt heldur notalegt athvarf með skrifborði þar sem hún getur lesið, skrifað og skapað – ein með hugsunum sínum og góðri tónlist.

Skoðaðu smáhirslur á skrifborð

Innblástur frá öllum áttum

Endurnærandi stundir geta verið alls konar! Til dæmis þegar vinahópurinn kemur saman og lærir texta fyrir skólaleikrit uppi í rúmi eða stund í einrúmi með tímarit sem vekur innblástur.

 

Skoðaðu rúm

Saman en í sitthvoru lagi

Þeir eru eins í útliti en með frábrugðin áhugamál. Þó tvíburarnir séu aðeins þriggja ára þá eru þeir með ólíka persónuleika sem sést auðveldlega á því hvernig þeir leika sér, saman og í sitthvoru lagi. Einn kýs að vera í einrúmi en hinn þráir félagsskap – hvort sem félagsskapurinn er sýnilegur eða ósýnilegur. Má bjóða þér te?

Skoðaðu leikföng

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X