Í þessu einstaka litla koti mæðgnanna eru svefnherbergin nauðsynlegt athvarf þeirra beggja. Þar fá þær tækifæri til að njóta þess að vera í einrúmi. Þrátt fyrir að þau séu innréttuðu fyrir tvær kynslóðir með mismunandi þarfir eru rýmin í samræmi við ferskan sveitalegan stíl og eru notlegt skjól eftir vel nýttan dag!

Skapaðu ró fyrir þig

Móðirinn eyðir stórum hluta dagsins standandi og þess vegna vildi hún svefnherbergi sem byði upp á slökun. Það er því viðeigandi að fallegt frístandandi rúmið sé í aðalhlutverki, hjúpað notalegum bómullarrúmfötum. Þá er nægt rými fyrir aftan rúmið til hafa fataskápa og skilja þá frá með gardínum. Taktu eftir taupokunum sem hún notar meðal annars fyrir þvottinn og til að taka með á ströndina. Hún féll kylliflöt fyrir þeim og keypti tvo!

Nýr þægindarammi

Það er á skjön við allt sem við þekkjum að staðsetja rúmið í miðju herbergisins, sérstaklega í litlu rými. Sæktu þér innblástur hér og skoðaðu hvernig þetta er gert.

Hennar eigin veröld

Það er ótrúlegt hversu mikið herbergi dótturinnar rúmar þrátt fyrir smæð. Valið á húsgögnum skiptir höfuðmáli, þau þurfa að nýtast rýminu og þjóna fleiri en einu hlutverki. Hátt rúm með innbyggðu geymslu- og skrifborðsrými kemur sér vel ásamt hliðarborði með skúffum og sófarúmi sem hægt er að taka út þegar vinir gista.

Grunnur fyrir komandi ár

Nú þegar unglingsárin eru framundan ákváðu mæðgurnar að innrétta herbergið þannig að það vaxi auðveldlega með unglingnum. Hvíti grunnurinn, mottan og náttúrulegur vefnaður kallast á við tímalausan stíl íbúðarinnar. Skrautmuni og vegglistaverk má alltaf endurnýja eftir því sem smekkurinn þróast.

Herbergi í nýjum hæðum

Nætursvefn og heimalærdómur á daginn fara fram á nákvæmlega sömu fermetrunum! Háa rúmið stækkar litla rýmið hennar um helming og hillurnar á hliðinni nýtast vel fyrir vinnubækur, tímarit og aukarúmföt.

Allt á einum vinnudegi


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X