Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar
Stígvél í forstofa.

Skapaðu gott flæði í forstofunni – fyrir alla

Fjölfarin forstofa sinnir því mikilvæga hlutverki að auðvelda öllum að komast inn og út eins fljótt og auðið er. Með einföldum lausnum getur þú skapað gott flæði áður en vorið mætir ásamt rápinu sem því fylgir.

Hirslur sem vaxa með fjölskyldunni

Suma hluti er gott að hafa innan (og utan) handar. Veggtafla auðveldar þér að koma skipulagi á nauðsynjar og þú getur raðað þeim upp eftir hæð barnsins.

Gott skipulag til að flýta fyrir

Þar sem hlutir (og fólk) af öllum stærðum deila plássi skaltu einfalda valið. Settu upp handklæðaslá á ská til að halda hlutum eins og regnhlífum og flugdrekum á sínum stað og notaðu handhægan kassa undir leikföng (ekki er verra að geta rúllað honum til og frá.)

Allra og þitt eigið

Ákveðnar hirslur fyrir hvern meðlim fjölskyldunnar koma sér vel á sumum svæðum en eru þó tímaþjófar á öðrum svæðum. Notaðu sameiginlega fataslá fyrir alla í fjölskyldunni og bættu við hirslu þar sem allir fá eigið hólf.

„Þar sem oft myndast flöskuháls er mikilvægt að hafa skipulag til að létta undir. Hafðu hlutina þar sem auðvelt er að sjá þá og ná í áður en þú ferð út. Það þarf einnig að vera á hreinu hvert þeir eiga að fara þegar þú kemur heim. Þá ertu í góðum málum."

Maila Halme, innanhússhönnuður hjá IKEA.

Við öllu búin

Láttu forstofuna henta fyrir blautan fatnað og fylgihluti. Hengdu fylgihluti upp saman og láttu föt hanga þannig að þau þorni hratt.

Hlífðu veggnum

Notaðu vatnshrindandi veggplötu til að verja vegginn fyrir blautum hlutum og fötum. Það er lítið mál að festa hana á vegginn og hún frískar upp á forstofuna.