Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

Innkallanir

TROLIGTVIS.

IKEA innkallar TROLIGTVIS ferðabolla þar sem þeir standast ekki kröfur IKEA.

IKEA hvetur viðskiptavini sem eiga TROLIGTVIS ferðabolla sem merktir eru „Made in India“ til að taka þá úr notkun. Nýlegar prófanir sýna að varan losar hugsanlega meira af efnasamböndum en sett viðmið segja til um. Því eru eigendur þessara tilteknu ferðabolla hvattir til að skila þeim í IKEA þar sem þeir verða að fullu endurgreiddir.

Vöruöryggi er gríðarlega mikilvægt hjá IKEA. Vörurnar okkar eru prófaðar ítrekað og þurfa að standast allar viðeigandi reglugerðir og staðla ásamt þeim kröfum sem IKEA setur sjálft. Nýlegar prófanir sýna að ferðabollarnir geta hugsanlega losað meira magn af díbútýlþalötum (DBP) en fyrrnefnd viðmið segja til um. IKEA hefur bannað notkun þalata í vörur sem ætlaðar eru fyrir matvæli í þónokkur ár og tók því ferðabollana strax úr sölu meðan á rannsóknum stóð. Þær hafa svo leitt í ljós að ekki allir ferðabollar merktir „Made in India“ standast þær kröfur sem gerðar eru.

TROLIGTVIS ferðabollarnir hafa verið seldir síðan í júlí 2019. IKEA hvetur alla þá sem eiga slíka ferðabolla sem merktir eru „Made in India“ til að skila þeim og fá að fullu endurgreidda. Kvittun er ekki skilyrði fyrir endurgreiðslu.

Nánari upplýsingar eru veittar í þjónustuveri í síma 520 2500 og á IKEA.is. IKEA biðst velvirðingar á óþægindum sem þetta kanna að valda.

MATVRÅ.

IKEA innkallar bláa og rauða MATVRÅ smekki vegna mögulegrar köfnunarhættu.

IKEA hvetur viðskiptavini sem eiga bláa og rauða MATVRÅ smekki, sem seldir eru 2 í pakka, til að taka þá tafarlaust úr notkun og skila þeim í IKEA. Þeir verða að fullu endurgreiddir.

Vöruöryggi er gríðarlega mikilvægt hjá IKEA. Vörurnar okkar eru prófaðar og standast allar viðeigandi reglugerðir og staðla. Þrátt fyrir það hafa okkur borist tilkynningar um að tölurnar á MATVRÅ smekkum geti losnað af og valdið köfnunarhættu. IKEA hvetur viðskiptavini sem eiga þessa vöru til að skila henni til IKEA og fá hana endurgreidda að fullu. Kvittun er ekki skilyrði fyrir endurgreiðslu. „Okkur hafa borist tilkynningar þess efnis að tölurnar geti losnað af ef barn togar í þær“ segir Emelie Knoester, viðskiptastjóri hjá IKEA of Sweden, og heldur áfram: „Öryggi viðskiptavina er forgangsmál hjá IKEA og því höfum við ákveðið grípa til fyrirbyggjandi aðgerða og innkalla bláa og rauða MATVRÅ smekki. Smekkir sem bera sama nafn, MATVRÅ, og eru mynstraðir í grænum og gulum lit eru samt sem áður öryggir í notkun þar sem bæði hönnun og efnið sem notað er í þá er annað.“

Hægt er að skila MATVRÅ smekkunum í IKEA verslunina og fá þá endurgreidda að fullu. Ekki er nauðsynlegt að sýna kvittun til að fá endurgreitt. Nánari upplýsingar eru veittar í þjónustuveri í síma 520 2500 og á IKEA.is.