Close
Fara í körfu
Close

INNKÖLLUN

IKEA innkallar MYSINGSÖ strandstól vegna slysahættu

IKEA hvetur viðskiptavini sem hafa keypt MYSINGSÖ strandstól, til að koma með hann í verslunina og fá endurgreiddan að fullu.

24.01.2017

Eftir að áklæðið hefur verið tekið af til að þvo það, er hægt að setja það aftur á með röngum hætti þannig að það skapi hættu á að stóllinn gefi sig eða að notandi klemmist. IKEA hafa borist fimm tilkynningar um MYSINGSÖ stóla sem hafa tengst óhöppum eftir að hafa verið settir saman á rangan hátt. Í öllum fimm tilvikum slasaðist fólk á fingrum. Þessi tilvik gerðust í Finnlandi, Þýskalandi, Bandaríkjunum, Danmörku og Ástralíu. Öryggi vöruúrvalsins er í forgangi hjá IKEA og allar vörurnar okkar eiga að uppfylla bæði alþjóðleg og innlend lög, auk viðeigandi staðla. MYSINGSÖ stóllinn hefur staðist margvíslegar prófanir.

Ráðist var í umfangsmiklar rannsóknir eftir að tilkynningarnar bárust. Þessar rannsóknir leiddu til umbóta í hönnun til að koma í veg fyrir að mögulegt sé að setja stólinn rangt saman. Uppfærður stóll verður fáanlegur í IKEA verslunum frá apríl 2017. Ekki er nauðsynlegt að sýna kvittun til að fá stólinn endurgreiddan.

Nánari upplýsingar má nálgast á www.ikea.is eða í þjónustuveri í síma 520 2500.

IKEA biðst velvirðingar á hvers kyns óþægindum sem þetta kann að valda.

IKEA TILKYNNIR VIÐGERÐ Á UPPÞVOTTAVÉLUM

Gæði og góð samskipti við viðskiptavini okkar skipta okkur höfuðmáli.

Myndin sýnir hvar finna má upplýsingar um vélina:

Þess vegna viljum við tilkynna að í sumum uppþvottavélanna okkar hefur uppgötvast galli í einum íhlut. Þetta getur haft neikvæð áhrif á virkni vélarinnar eða leitt til þess að villuskilaboð birtast á skjánum, sem er auðvitað óviðunandi og er ekki í samræmi við gæðakröfur okkar. Gæði og þjónusta eru í forgangi hjá okkur og því viljum við bregðast við með því að bjóða upp á fría viðgerð þar sem þörf er á.

Ef þú keyptir uppþvottavél í IKEA árin 2014 eða 2015, biðjum við þig að smella á þennan hlekk og fylgja leiðbeiningum til að komast að því hvort hún sé ein þeirra sem þetta hefur áhrif á.

Athugið að öryggi er að engu leyti ógnað vegna gallans. Óhætt er að nota vélina áfram eins og venjulega þótt viðgerð hafi ekki farið fram.

Við þökkum fyrir skilning og biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.