INNKÖLLUN

IKEA TILKYNNIR VIÐGERÐ Á UPPÞVOTTAVÉLUM

Gæði og góð samskipti við viðskiptavini okkar skipta okkur höfuðmáli.

Myndin sýnir hvar finna má upplýsingar um vélina:

Þess vegna viljum við tilkynna að í sumum uppþvottavélanna okkar hefur uppgötvast galli í einum íhlut. Þetta getur haft neikvæð áhrif á virkni vélarinnar eða leitt til þess að villuskilaboð birtast á skjánum, sem er auðvitað óviðunandi og er ekki í samræmi við gæðakröfur okkar. Gæði og þjónusta eru í forgangi hjá okkur og því viljum við bregðast við með því að bjóða upp á fría viðgerð þar sem þörf er á.

Ef þú keyptir uppþvottavél í IKEA árin 2014 eða 2015, biðjum við þig að smella á þennan hlekk og fylgja leiðbeiningum til að komast að því hvort hún sé ein þeirra sem þetta hefur áhrif á.

Athugið að öryggi er að engu leyti ógnað vegna gallans. Óhætt er að nota vélina áfram eins og venjulega þótt viðgerð hafi ekki farið fram.

Við þökkum fyrir skilning og biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.