Algeng vandamál

Eftir að þú setur magnarann í samband í fyrsta sinn gæti tekið hann nokkrar mínútur að byrja að virka. Sama gæti gerst ef hann er tekinn úr sambandi eða rafmagnið fer af.
Það gæti verið smá bið á meðan fjarstýringin tengist Zigbee-magnaranum og gardínunni sjálfri.
Þú getur togað gardínuna niður og síðan hlaðið rafhlöðuna svo þú getir hækkað hana aftur.

Algengar spurningar

Magnarinn er nauðsynlegur hluti til að stýra gardínunum (þær myndu annars ekki virka). Hann hjálpar gardínum og fjarstýringu að ná sambandi. Hann er nauðsynlegur fyrir almennilega þráðlausa tengingu.
Við eðlilega notkun (upp og niður einu sinni á dag) ætti fullhlaðin rafhlaða að endast í fjóra til sex mánuði áður en þörf er á að hlaða hana. Líkt og með aðrar rafhlöður þá minnkar afkastageta með tímanum.
Um fjóra til fimm klukkutíma með IKEA hleðslutæki.
Já, fimm ára ábyrgð sem nær yfir notagildi gardínunnar. Ef gardínurnar eru til eðlilegra heimilisnota og þú fylgir umhirðuleiðbeiningum þýðir það að gardínurnar eiga að virka jafn vel eftir fimm ár. Við skilgreinum eðlilega notkun vera þegar gardínurnar eru dregnar upp og niður einu sinni á dag.
Nei, en þú getur notað þær á öllum öðrum svæðum innandyra á heimilinu.
Báðar búa yfir rafknúnum vélbúnaði sem virkar einnig með IKEA Home smart appinu og TRÅDFRI gátt. KADRILJ efnið er gegnsætt og hleypir birtu inn en veitir næði. FYRTUR er myrkvunargardína með þykkara efni sem lokar úti birtu – tilvalið fyrir svefnherbergi.
Nei, en KADRILJ og FYRTUR gardínur eru til í fimm mismunandi stærðum: 60cm, 80cm, 100cm, 120cm og 140cm.
Í IKEA Home smart appinu getur þú búið til sömu stillingar fyrir hvern dag.

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X