BILLY bókaskápurinn hefur verið með okkur í rúm 40 ár. Hann hefur þó breyst talsvert í tímans rás og nú er komið að nýjustu útfærslunni. BILLY verður nú með sterkri pappírsþynnu ásamt því að einfaldara verður að taka hann í sundur – sem gerir hann betri fyrir umhverfið. 
 
BILLY birtist fyrst í IKEA vörulistanum árið 1979 og hefur síðan verið í sífelldri þróun. Tilgangur allra breytinga, hvort sem þær hafa verið smávægilegar eða umfangsmeiri, hefur alltaf verið að gera BILLY þægilegri fyrir sem flesta. 
 

Meira en bara nýtt útlit 
Breytingarnar eru fyrst og fremst þrjár. Í fyrsta lagi kemur hágæða pappírsþynna í stað viðarspóns sem ysta lag. Nýjasta tækni er notuð til að ná fram raunverulegri viðaráferð.  
Þetta felur í sér að sjáanlegur munur verður á áferðinni á gömlu og nýju BILLY bókaskápunum. Gott er að hafa það í huga ef ætlunin er að raða saman eldri gerðinni og þeirri nýju.  
Með því að skipta yfir í pappírsþynnu notum við efni sem er nú þegar fjöldaframleitt og meira er til af. Við höggvum færri tré og varan lítur betur út. 
 

Í takt við síbreytileg lífsmynstur 
 

Með því að gera fólki kleift að taka BILLY í sundur og setja hann aftur saman auðveldum við fólki að flytja hann með sér og nota hann lengur. 
Samsetningarleiðbeiningar nýja BILLY skápsins munu því innihalda leiðbeiningar um hvernig á að taka hann í sundur, þar sem bakhliðin smellist einfaldlega á og af. 
 

Í átt að meiri hringrás 
Oft snýst þetta um að gera breytingar sem virðast einfaldar en geta verið stökkpallur fyrir frekari úrbætur. Dæmi um það er kantlistinn sem var úr plasti en er skipt út fyrir pappír – hann hylur betur samskeytin og á sama tíma minnkum við plastnotkun. Þetta er í raun fyrsta skrefið í átt að plastlausum BILLY. 
Með því að skipta út plastlistanum er meirihluti efniviðarins í BILLY endurnýjanlegur og því styrkir þetta hringrásarhæfi hans enn betur. 
 

Nýi BILLY kemur í sölu á næsta ári, fylgstu með!


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X