Með hönnun og húsbúnaði sem fara vel með líkamann og lyfta andanum skapast umhverfi þar sem vellíðan og vinnusemi fara hönd í hönd. Stillanleg borð og stólar sem styðja rétt við líkamann stuðla að bættri heilsu, betri afköstum og góðum starfsanda. Starfsfólk fyrirtækjaþjónustunnar þekkir vöruúrval og þjónustu IKEA best og veitir faglega ráðgjöf og persónulega þjónustu. Hafðu samband við fyrirtækjaþjónustuna með því að senda póst á sala@IKEA.is.
Njóttu þess að skipuleggja og teikna upp nýju skrifstofuna í teikniforritinu okkar. Forritið býður upp á búnað sem hentar bæði til notkunar á heimilum og í atvinnuskyni.