Litlir hlutir geta haft mikil áhrif. Sjáðu til dæmis nýju grænkerabolluna okkar. Hún hefur til að bera ljúffengt bragð og áferð IKEA kjötbollunnar, en aðeins 4% af kolefnissporinu. Það þýðir að hún er alveg jafn gómsæt – en snjallari. Fáðu þér bita

Enduruppgötvun kjötbollunnar

Grænkerabollan er sönnun þess að minni kjötnotkun í framtíðinni getur verið alveg jafn ljúffeng, hvort sem þú elskar kjöt eða ekki. Hún inniheldur baunaprótín, kartöflur, lauk, hafra og epli, og er jafn safarík og bragðgóð og IKEA kjötbollan – án kjötsins. Í staðinn er kjötbragðinu náð með því að bæta við umami bragðtegundum eins og sveppum, tómötum og steiktu grænmeti.

Grænkerabollurnar HUVUDROLL
Grænkerabollurnar HUVUDROLL

Bolla til bjargar

Heimsbyggðin stendur frammi fyrir loftslagsbreytingum sem krefjast aðgerða. IKEA gerir sér grein fyrir mikilvægi þess að bregðast hratt við og hefur sett sér markmið um loftslagshlutleysi fyrir 2030. Einn hluti púsluspilsins er að auka hlutfall plöntufæðis, eins og nýju grænkerabollunnar. Að velja vistvænt er mikilvægt fyrir okkur öll, hvort sem við borðum mikið kjöt, lítið kjöt, erum grænmetisætur eða grænkerar.

„Við seljum milljarð kjötbolla árlega í IKEA. Ímyndið ykkur ef við gætum breytt bara hluta þeirra í grænkerabollur. Það hefði raunveruleg áhrif á kolefnissporið okkar.“

Sharla Halvorsson Yfirmaður heilsu og sjálfbærni hjá IKEA Food

Kona að kynna Grænkerabollurnar HUVUDROLL
Grænkerabollurnar HUVUDROLL

Eftir hverju ertu að bíða? Grænkerabollurnar fást frosnar í Sænska matarhorninu.


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X