Hvort sem þú vilt færa gráu heimili fleiri liti eða hrista upp í litríka heimilinu þínu þá getur verið erfitt að taka af skarið. Hér höfum við safnað saman hugmyndum frá IKEA hönnuði til að auðvelda þér að hleypa litum inn á heimilið þannig að það virki fyrir þig og þitt rými.

Fagnaðu litum!

Til lukku með litríka vegginn! Nú er komið að því að skreyta með litapallettu sem kallar fram bros. Prófaðu skærrauða veggklukku, litaðar glervörur eða nokkra skrautlega púða. Tilgangurinn er að gera rýmið persónulegt með hlutum sem lífga upp á herbergið.

Skoðaðu púða og púðaver

Lifandi litagjafar

Plöntur eru einföld og náttúruleg leið til að færa heimilinu lit! Þú getur valið litríka potta og vasa fyrir falleg blóm og plöntur sem lífga upp á hvaða rými sem er. Raðaðu þeim saman til að búa til glaðlegt lítið horn á heimilinu.

 

Skoðaðu skrautmuni

Bjartari hirslur

Hver segir að hillur þurfi að vera svartar eða hvítar? Litríkar hirslur og hentugir hjólavagnar í pastellitum halda rýminu skipulögðu og færa því karakter um leið. Hvernig væri að hafa hirslurnar í stíl við vegginn?

Skoðaðu hjólavagna

Ólíkir litir eða litaþema

Skrautpúðar, rúmföt og gardínur eru tilvalin til að færa herberginu lit. Veldu ólíka liti í stofuna ef þú vilt ekki hafa allt í stíl eða veldu einn lit fyrir allt svefnherbergið til að skapa notalegt andrúmsloft í björtu og róandi umhverfi.

Skoðaðu gardínur

Myndaveggur sem hljómar vel

Liturinn á veggjunum snýst ekki aðeins um málninguna sem þú velur. Innrömmuð listaverk eftir fullorðna og börn og ljósmyndir í svipaðri litapallettu lífga upp á vegginn. Bættu við Home Smart hátalara sem fellur inn og færir veggnum enn betri nýtingu.

 

Skoðaðu hátalara

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X