Hefðbundinn sænskur húsbúnaður í nútímalegu ljósi með OMMJÄNGE vörulínunni

Fólk bjó þröngt í sveitum Svíþjóðar á 19. öld. Sama rými var notað fyrir svefn, mat og samverustundir. Í dag býr fólk í auknum mæli í minna rými og þó að það sé af öðrum ástæðum þá kallar það á sömu sniðugu lausnirnar. OMMJÄNGE vörulínan býður upp á skemmtilegar vörur úr sígildum efnivið eins og gegnheilli furu, ull, steinleir og gleri.

OMMJÄNGE línan

Klassík í endurskoðun

Skrautlegir vínskápar voru algeng sjón á sænskum heimilum á nítjándu öldinni. OMMJÄNGE skápurinn, úr bæsaðri gegnheilli furu, er okkar útgáfa af þeim. Hann er glæsilegur hvort sem hann er opinn eða lokaður. Hvað myndir þú geyma í honum?

Skoðaðu OMMJÄNGE línuna

Samstarf fortíðar og nútíðar

OMMJÄNGE vörulínan hampar alþýðulist með því að færa saman hefðbundið sænskt handverk og nútímalega eiginleika. Í línunni finnur þú dobby-ofið púðaver, glæsilega veggmynd og handofna ullarmottu – allt með geómetrísku mynstri sem er innblásið af sænskri alþýðulist.

Skoðaðu OMMJÄNGE línuna

„Bakkarnir eru innblásnir af sænskum „svepask“ – hring- eða sporöskjulaga öskjur úr bognum við.“

Maria Vinka
hönnuður

Gler í mjólkurhvítu og rafgulu

Innblásturinn að glervörunum var sóttur í skálar úr gljábrenndum steinleir úr sænskri arfleifð okkar. Hönnuðurinn, Maria Vinka, gerði sína útgáfu með gegnsæju og möttu gleri. Glervörurnar eru munnblásnar af færu glerlistafólki og því er hver vara einstök.

Skoðaðu OMMJÄNGE línuna

Við sækjum góðar hugmyndir úr fortíðinni

Á nítjándu öld geymdi fólk gjarnan fötin sín í kistu við rúmið og lítill mjaltarstóll nýttist til að létta á baki og hnjám við hin ýmsu húsverk. OMMJÄNGE vörulínan snýst um að sækja góðar hugmyndir úr fortíðinni og finna þeim pláss í nútímanum!

See all OMMJÄNGE

Vörur sem þú skoðaðir síðast

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X