Skúffan undir ofninum er geymslupláss sem gleymist allt of oft. Notaðu hana fyrir flata hluti eins og ofnskúffur, bökunarplötur og jafnvel bakka og diskamottur. Þar sem hægt er að stafla þeim saman getur þetta pláss rúmað meira en þú heldur.
Þú nýtir plássið betur með því að bæta aukaskúffu í skúffu. Bættu skipulagið með skúffuskilrúmum eða hnífaparabökkum til að fá sem mest úr plássinu!
Innvolsið sem þú velur skiptir gríðarlega miklu máli fyrir geymslupláss, aðgengi og yfirsýn. Útdraganlega grindin er með sex grindur á hurðinni og sex grindur í skápnum. Þær dragast sjálfkrafa út þegar þú opnar skápinn sem auðveldar þér að nálgast það sem er aftast.
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn