Skápapláss í eldhúsinu virðist alltaf vera af skornum skammti en það er merkilega auðvelt að bæta úr því. Oft þarf bara nokkrar sniðugar skipulagsvörur til að búa til meira pláss og betra skipulag – og jafnvel koma í veg fyrir matarsóun.

Betra flæði

Skúffuinnlegg með hólfum og hilluinnlegg gera þér kleift að nýta geymsluplássið betur og halda skipulagi. Geymdu hluti sem þú notar mikið á aðgengilegum stað til að skapa betra flæði í eldhúsinu.

Skoðaðu skipulagsvörur fyrir eldhúsið

Nýttu plássið undir ofninum

Skúffan undir ofninum er geymslupláss sem gleymist allt of oft. Notaðu hana fyrir flata hluti eins og ofnskúffur, bökunarplötur og jafnvel bakka og diskamottur. Þar sem hægt er að stafla þeim saman getur þetta pláss rúmað meira en þú heldur.

 

Skoðaðu eldföst mót

Skoðaðu eldföst mót

Fáðu meira úr skúffunum

Þú nýtir plássið betur með því að bæta aukaskúffu í skúffu. Bættu skipulagið með skúffuskilrúmum eða hnífaparabökkum til að fá sem mest úr plássinu!

Fegurðin kemur að innan

Innvolsið sem þú velur skiptir gríðarlega miklu máli fyrir geymslupláss, aðgengi og yfirsýn. Útdraganlega grindin er með sex grindur á hurðinni og sex grindur í skápnum. Þær dragast sjálfkrafa út þegar þú opnar skápinn sem auðveldar þér að nálgast það sem er aftast.

 

Skoðaðu hillur og skúffur

Skoðaðu hillur og skúffur

Hentugar lausnir fyrir matarbúrið

Í úrvalinu okkar eru krukkur, dósir og matarílát úr endingargóðum efnum sem hjálpa til við að halda búrinu vel skipulögðu. Sum eru með lokum sem gera þau staflanleg og skapar meira pláss.

Skoðaðu matarílát

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X