Svona setur þú upp ENEBY 30 Bluetooth hátalara

  • Tengdu rafmagnssnúruna við ENEBY hátalara og vegginnstungu.
  • Ýttu á hnappinn á framhlið hátalarans til að kveikja og slökkva á hátalaranum.
  • Farðu í Bluetooth valmyndina í tækinu þínu og leitaðu að ENEBY 30.
  • Þú getur einnig tengt tækið beint við ENEBY með AUX-in með 3,5 mm audio jack breytistykki.
  • Snúðu hnappinum til að stilla hljóðstyrk.

Svona breytir þú hljóðstillingum ENEBY 30 Bluetooth hátalara

  • Kveiktu á hátalaranum, ýttu og haltu inni hnappinum í þrjár sekúndur. Nú getur þú stillt bassann.
  • Ýttu einu sinni enn til að breyta diskantinum. Ýttu aftur til að staðfesta stillingar.
  • Til að endurstilla hátalarann og aftengjast öllum tengdum tækjum skaltu ýta og halda hnappinum inni í tíu sekúndur.

Svona setur þú upp ENEBY 20 Bluetooth hátalara

  • Tengdu rafmagnssnúruna við ENEBY og vegginnstungu.
  • Ýttu á hnappinn á framhlið hátalarans til að kveikja og slökkva á hátalaranum.
  • Farðu í Bluetooth valmyndina í tækinu þínu og leitaðu að ENEBY 20.
  • Þú getur tengt allt að átta tæki við ENEBY hátalarann með Bluetooth.
  • Þú getur einnig tengt tækið beint við ENEBY með AUX-in með 3,5 audio jack.
  • Snúðu hnappinum til að stilla hljóðstyrk.
  • Þú getur notað hátalarann þráðlaust og tekið með þér hvert sem er. Festu einfaldlega handfangið á hann og notaðu ENEBY rafhlöðu, sem seld er sér.

Svona breytir þú hljóðstillingum ENEBY 20 Bluetooth hátalara

  • Kveiktu á hátalaranum, ýttu og haltu inni hnappinum í þrjár sekúndur. Nú getur þú stillt bassann.
  • Ýttu einu sinni enn til að breyta diskantinum. Ýttu aftur til að staðfesta stillingar.
  • Til að endurstilla hátalarann og aftengjast öllum tengdum tækjum skaltu ýta og halda hnappinum inni í tíu sekúndur.

Svona setur þú upp ENEBY þráðlausan Bluetooth hátalara

  • Settu þrjár LADDA 900 AAA hleðslurafhlöður í hátalarann. Það má nota smápening eða annað svipað til að opna rafhlöðulokið.
  • Ýttu á on/off hnappinn í tvær sekúndur til að kveikja á hátalaranum og tengjast Bluetooth. Farðu í Bluetooth valmyndina í tækinu þínu og leitaðu að ENEBY Portable.
  • Þú getur einnig tengt tækið beint við ENEBY með AUX-in með 3,5 mm audio jack breytistykki.
  • Notaðu meðfylgjandi USB snúru til að hlaða LADDA 900 AAA rafhlöðurnar í hátalaranum.

Svona setur þú upp innbyggðan ENEBY Bluetooth hátalara

  • Settu þrjár LADDA 900 AAA hleðslurafhlöður í hátalarann. Það má nota skrúfjárn til að opna og loka rafhlöðulokið á botni hátalarans. Notaðu meðfylgjandi USB snúru til að hlaða LADDA 900 AAA rafhlöðurnar í hátalaranum.
  • Notaðu FIXA hringbor til að koma hátalaranum fyrir í húsgagni.
  • Ýttu á on/off hnappinn í tvær sekúndur til að kveikja á hátalaranum og tengjast Bluetooth. Farðu í Bluetooth valmyndina í tækinu þínu og leitaðu að ENEBY Built-in.
  • Þú getur einnig tengt tækið beint við ENEBY með AUX-in með 3,5 mm audio jack breytistykki.

Svona setur þú upp ENEBY hátalarastand

Það er einfalt að koma ENEBY 20 og ENEBY 30 hátalara fyrir á ENEBY hátalarastandi, með boltunum tveimur sem fylgja með.

Svona setur þú upp ENEBY veggfestingu

Það er einfalt að festa ENEBY 20 og ENEBY 30 hátalara á vegg með ENEBY veggfestingum. Notaðu alltaf skrúfur og festingar sem henta efninu í veggjunum þínum.

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X