Við val á húsbúnaði þarf að huga að ýmsu eins og verði, útliti og þægindum. Að auki viltu ef til vill vera meðvitaðri um úr hverju hann er. Við spjölluðum við innanhússhönnuð hjá IKEA til að læra meira um verðmæti þess að fjárfesta í náttúrulegu hráefni.

 

Fjölhæfa furan

Fura getur verið falleg ómeðhöndluð eins og sést á IVAR skápnum eða máluð eða bæsuð eins og í HEMNES skápnum. Ein frábær ástæða til að elska furu er að það er hægt að nota alla hluta hennar, einnig sagið, í allt frá stórum gegnheilum húsgögnum að viðarþynnu, krossvið, spónaplötu og fleira – fura er furðufjölhæft hráefni.

Skoðaðu HEMNES línuna

Blönduð húsgögn fyrir áhugaverðan stíl

Náttúruleg efni eins og viður og textílefni færa rýminu hlýlegt yfirbragð. Til að skapa eftirtektarvert útlit væri hægt að velja hluti sem eru úr ólíkum efnum eins og hægindastól úr stáli og reyr. Samsetningin er bæði falleg og áhugaverð.

Skoðaðu baststóla

Fjárfestu í endingargóðum vefnaðarvörum

Bæði hör og bómull eru sérstaklega góðir kostir þar sem þau hafa einangrandi eiginleika og anda vel. Þessi efni henta vel allt árið um kring, þau endast lengi, verða mýkri með hverjum þvotti og því vel þess virði.

 

Skoðaðu rúmföt

Harðgert og sterkt efni fyrir langtímasambúð

Ólík efni búa yfir ólíkum kostum, hugsaðu um tilgang hlutanna. Ef þeir þurfa að þola mikla notkun, eins og eldhússtólar og skurðarbretti, leitaðu þá eftir efni sem er sterkt og endingargott, eins og akasíuvið og furu.

Skoðaðu vörur úr akasíuvið

Upplýst nýting

Við hjá IKEA gerum okkar besta til að draga úr sóun. Sumar IKEA vörur eru gerðar úr efni sem er yfirleitt fleygt eins og nokkar mottur og þetta ljós sem er úr hluta bambusplöntunnar sem er vanalega hent.

 

Skoðaðu vörur úr bambus

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X